Félagsmálaráð

1396. fundur 07. september 2015 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1501155 - Teymisfundir 2015

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.15083758 - Beiðni um samstarf

Félagsmálaráð vísar til fyrirliggjandi gagna og hvetur til þess að gerður verði samningur við viðkomandi aðila hið fyrsta.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1509109 - Málefni innflytjenda

Félagsmálaráð Kópavogs lýsir yfir ánægju sinni með samþykkt stjórnar SSH í dag, þar sem ákveðið er að sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu standi sameiginlega að undirbúningi móttöku flóttafólks.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.