Félagsmálaráð

1385. fundur 02. febrúar 2015 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1501155 - Teymisfundir 2015. Fundir 3 og 4.

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1501840 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.15011094 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Hækkun á kvarða

Félagsmálaráð samþykkti fyrir sitt leyti framlagða breytingu á kvarða fjárhagsaðstoðar og lagði til að breytingin taki gildi 1. mars 2015.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Greinargerð lögð fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1211043 - Greiðslur til stuðningsfjölskyldna fatlaðra barna

Félagsmálaráð samþykkti fyrir sitt leyti hækkun á greiðslum til stuðningsfjölskyldna og framlagðar tillögur að breytingum á reglum um stuðningsþjónustu. Lagt var til að breytingin taki gildi 1. mars 2015.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.15011183 - Klókir krakkar. Beiðni um styrkveitingu.

Félagsmálaráð samþykkti að veita Þroska- og hegðunarmiðstöð styrk að upphæð 265.000 kr. til að halda námskeiðið Klókir krakkar.

Fundi slitið.