Félagsmálaráð

1408. fundur 04. apríl 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1601138 - Teymisfundir 12 og 13

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1604052 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1603724 - Óskað eftir samstarfssamningi

Erindi frá Vonum og björgum
Félagsmálaráð sá sér ekki fært að verða við ósk Vona og bjarga að svo komnu máli.

Ráðið gerir sér vel grein fyrir því að um alvarlegan vanda er að ræða og mikilvægi þess að kortleggja þörfina áður en lengra er haldið. Starfsmönnum velferðarsviðs var falið að vinna áfram að málefninu í samræmi við það sem fram kom á fundinum og að leitað verði samstarfs við nágrannasveitarfélögin.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1311388 - Áfrýjun. Stuðningsþjónusta

Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1304554 - Áfrýjun. Stuðningsþjónusta

Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.16031350 - Styrkumsókn. Klúbburinn Geysir

Samþykkt var að styrkja Klúbbinn Geysi um 400.000 kr.

7.16031441 - Styrkumsókn. Fjölgreinastarf Lindakirkju

Samþykkt var að styrkja Fjölgreinastarf Lindakirkju um 25.000 kr. fyrir hvern þátttakanda, að hámarki 300.000 kr.

Kristín Sævarsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

8.1512052 - Stjórnsýsluúttekt Capacent

Lagðar voru fram útfærslur breytingateymis velferðarsviðs á tillögum Capacent um breytingar á skipulagi sviðsins.

Félagsmálaráð telur fyrirhugaðar breytingar jákvæðar og til þess gerðar að bæta þjónustu við íbúa. Ráðið samþykkti því breytingarnar fyrir sitt leyti.

9.16031430 - Skipan í starfshóp vegna endurskoðunar á úthlutun félagslegra leiguíbúða fyrir 60 ára og eldri

Óskað er eftir tveimur fulltrúum félagsmálaráðs í starfshópinn.
Gunnsteinn Sigurðsson og Kristín Sævarsdóttir voru skipuð í starfshópinn.

10.1406652 - Kosning varaformanns

Sverrir Óskarsson var einróma kjörinn varaformaður félagsmálaráðs.

Fundi slitið.