Félagsmálaráð

1423. fundur 05. desember 2016 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustudeildar aldraðra
Dagskrá

1.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur og Atli Sturluson deildarstjóri kynntu drög að reglum Kópavogsbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
Félagsmálaráð samþykkti reglurnar fyrir sitt leyti.

2.1601138 - Teymisfundir 47 og 48

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.16111052 - Reglur um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda

Lögð voru fram drög að reglum um sölu félagslegra leiguíbúða til leigjenda sem eru yfir tekjuviðmiðum.

Félagsmálaráð fagnar þessum nýja áfanga í húsnæðisúrræðum fyrir fjölskyldur í félagslegum erfiðleikum. Ráðið álítur að með þessari aðgerð sé verið að koma til móts við fjölskyldur með því að auka stöðugleika og þar með velferð. Með þessari brú á milli félagslegrar leigu og eignaríbúða er kominn fram nýr valkostur sem ekki hefur verið í boði hér á landi.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1611945 - Samstarf við Vinnumálastofnun

Hugmyndir um framkvæmd þjónustu frá janúar 2017.
Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1611746 - Hugarafl. Beiðni um styrk

Afgreiðslu frestað.
Óskað var eftir upplýsingum um styrkveitingar velferðarsviðs árin 2015 og 2016, auk þess hvort önnur svið bæjarins styrki sömu félagasamtök.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1610403 - Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2017

Afgreiðslu frestað.
Óskað var eftir upplýsingum um styrkveitingar velferðarsviðs árin 2015 og 2016, auk þess hvort önnur svið bæjarins styrki sömu félagasamtök.

7.1611481 - Beiðni um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017

Afgreiðslu frestað.
Óskað var eftir upplýsingum um styrkveitingar velferðarsviðs árin 2015 og 2016, auk þess hvort önnur svið bæjarins styrki sömu félagasamtök.

8.1612081 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Nýr rekstraraðili

Stöðuyfirlit
Nýr rekstraraðili tók við þjónustunni þann 1. desember 2016. Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri greindi frá gangi mála.

Fundi slitið - kl. 18:15.