Félagsmálaráð

1312. fundur 09. ágúst 2011 kl. 15:30 - 18:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Lagðar fram fundargerðir teymisfunda

Fundargerðir lagðar fram.

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi og Unnur Ósk Pálsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.1108066 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók.

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi og Unnur Ósk Pálsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1108094 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók.

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi og Unnur Ósk Pálsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1107077 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók.

Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi og Unnur Ósk Pálsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

5.1107024 - Beiðni um aukið stöðugildi í fjárhagsaðstoð

Erindi lagt fram. Félagsmálaráð hefur skilning á vaxandi álagi á starfsmenn hjá Félagsþjónustunni en ráðið hefur ekki heimild til fjárveitinga utan fjárhagsáætlunar og vísar erindi til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1107275 - Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda

Skráð í trúnaðarbók.

Ásta Þórarinsdóttir ráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

7.1107011 - Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda

Skráð í trúnaðarbók.

Ásta Þórarinsdóttir ráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

8.1107012 - Umsókn um leyfi til að vera stuðningsfjölskylda

Skráð í trúnaðarbók.

Ásta Þórarinsdóttir ráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

9.1106100 - Sumarstörf fyrir fatlað fólk 2011

Lögð fram greinargerð frá frísunda og forvarnadeild.

Ásta Þórarinsdóttir ráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

10.1104308 - Sumardagvist fyrir einhverfa

Í svari innanríkisráðuneytisins kemur fram að fyrirhugað hafi verið að skerða þjónustu við einhverf börn á árinu 2011.  Þetta samrýmist á engan hátt markmiðum ríkis og sveitarfélaga en þar var eitt af markmiðum yfirfærslu á þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga að sú þjónusta yrði ekki skert.

Sumardagsvist fyrir einhverf  börn er mikilvægur stuðningur barna og aðstandenda þeirra sem við teljum ófært að skerða.

Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að svara bréfi ráðuneytisins dagsett 12. júlí s.l.

 

Ásta Þórarinsdóttir ráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

11.1106504 - Skýrsla vegna yfirfærslu málefna fatlaðs fólks - Júní 2011


Fulltrúar sjálfstæðisflokksins lýsa yfir áhyggjum sínum yfir því hvað þessi málaflokkur virðist stefna; með vísun í ályktun úr skýrslunni þar sem segir orðrétt:
"Það kom í ljós strax eftir áramót, sem menn hafði lengi grunað, þegar loksins fengust upplýsingar um rauntölur við rekstur að vanáætlað var í fjárhagsáætlunum  starfsstöðva. Frá því að bærinn yfirtók reksturinn hafa útgjöld verið hærri en tekjur frá fyrsta degi og er hallinn fyrstu 5 mánuði ársins um 15 milljónir króna og stefnir í að uppsafnaður halli verði í kringum 30 milljónir króna í árslok. Ekki má hnika til í rekstri eða nokkuð út af bera til að hann verði ekki enn meiri. "
og óska eftir viðbrögðum um hvernig eigi að bregðast við þessum hallarekstri og þeirri skekkju sem virðist vera.
Karen Halldórsdóttir
Kjartan Sigurgeirsson
 
Meirihlutinn leggur fram eftirfarandi bókun:
Það var viðbúið að fjárhagsáætlun  fyrsta starfsárs sveitarfélaganna í þjónustu við fatlað fólk gæti skekkst þar sem slík áætlun er unnin í fyrsta skipti.  Mikil vinna hefur verið lögð í að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk mætti eiga sér stað hnökra laust.  Við teljum að vel hafi tekist til og færum starfsfólki og þeim sem hafa komið að þessari vinnu þakkir fyrir frábært starf.
 
Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

12.1108091 - Áfrýjun. Húsaleigubætur

Skráð í trúnaðarbók.

Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar sat fundinn undir þessum lið.

13.1103157 - Styrkbeiðni. Umsögn

Erindi frá bæjarráði

Félagsmálaráð sér sér ekki fært að veita umbeðinn styrk til Specialisterna á Íslandi.

Fundi slitið - kl. 18:00.