Félagsmálaráð

1416. fundur 05. september 2016 kl. 16:15 - 18:28 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir varafulltrúi
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá
Sverrir Óskarsson stýrði fundi í fjarveru Gunnsteins Sigurðssonar.

1.1601138 - Teymisfundir 34 og 35

Lagt fram.
Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

2.1608361 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Berglind Kristjánsdóttir félagsráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

3.1509109 - Móttaka flóttafólks. Samantekt

Margrét Arngrímsdóttir verkefnisstjóri greindi frá stöðu mála.
Félagsmálaráð þakkaði fyrir samantektina og óskar fjölskyldunum og starfsfólki áframhaldandi velfarnaðar.

4.1608857 - Umsagnarmál. Stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1212191 - Framkvæmdaráætlun í málefnum fatlaðs fólks. Stöðumat

Lagt fram.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1404663 - Atvinnumál fatlaðra.

Greinargerð vegna fyrirspurnar og fylgigögn.
Lagt fram.

Félagsmálaráð þakkar fyrir góða skýrslu og hvetur sviðið til að vinna áfram að stefnumótun og framþróun vegna atvinnumála fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.

Lagt er til að gerð verði frekari þarfagreining á þeim hópi sem nýtir dagþjónustu og vinnustaði fatlaðs fólks svo að unnt verði að finna viðeigandi húsnæði í framhaldinu, en m.a. í ljósi fyrirhugaðra flutninga bæjarskrifstofu er það mjög brýnt.

Óskað er eftir því að málið verði tekið upp á ný að tveimur mánuðum liðnum.

Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1608127 - Heimaþjónusta. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.

8.16082183 - Reglur um félagslega heimaþjónustu. Breyting á 2.gr.

Lögð var fram tillaga að breytingu á 2.gr.
Afgreiðslu frestað.

9.1407371 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar aðgerðir í húsnæðismálum er samþykktar voru í bæjarstjórn Kópavogs.
Allir flokkar í bæjarstjórn Kópavogs stóðu að gerð tillagna um aðgerðir í húsnæðismálum en ekkert hefur bólað á neinum upplýsingum um framhaldið.
Ástandið á húsnæðismarkaði versnar með hverjum mánuðinum sem líður og er bagalegt að vita til þess að Bæjarstjórn Kópavogs sitji aðgerðarlaus í þessum málaflokki þrátt fyrir góð fyrirheit í sameiginlegum tillögum allra flokka." Kristín Sævarsdóttir og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir tóku undir bókunina.

Hlé var gert á fundi kl. 18:02.
Fundur hófst aftur kl. 18:12.

Fulltrúar meirihluta lögðu fram eftirfarandi bókun: "Allir flokkar stóðu að nýrri húsnæðisskýrslu í Kópavogi og eru að vinna að framgangi hennar. Framboð á húsnæðiskostum hefur aukist hlutfallslega mest í Kópavogi í samanburði við nágrannasveitarfélögin og vinnan við húsnæðisstefnu Kópavogs er í fullum gangi og gengur vel. Sverrir Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir, Ísól Fanney Ólafsdóttir og Helga Sigrún Harðardóttir."

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun: "Fróðlegt væri ef nefnd væru nokkur dæmi um fjölbreytileika í húsnæðismálum í Kópavogi framyfir önnur sveitarfélög. Arnþór Sigurðsson, Kristín Sævarsdóttir og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir."

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun: "Húsnæðisstefna í málefnum fatlaðra, félagslegar íbúðir, íbúðir fyrir ungt fólk, samstarf við byggingaraðila um að byggja nýtt húsnæði í Glaðheimum og Auðbrekku, ódýrara húsnæði úti á Kársnesi. Sverrir Óskarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir, Ísól Fanney Ólafsdóttir og Helga Sigrún Harðardóttir."

10.1609268 - Öryggismál á tónleikum Justin Bieber

Félagsmálaráð lagði fram fyrirspurn um aðkomu velferðarsviðs að tónleikum söngvarans sem haldnir verða í Kórnum síðar í vikunni.
Upplýst var að starfsmenn velferðarsviðs verða á vakt á báðum tónleikum.

Fundi slitið - kl. 18:28.