Félagsmálaráð

1405. fundur 15. febrúar 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1601138 - Teymisfundir 5 og 6

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1602032 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1601671 - Félagsleg leiguíbúð. Endurupptaka

Erindi málsaðila var tekið fyrir að beiðni fulltrúa í ráðinu. Afgreiðslu var vísað til deildarstjóra.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1602383 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1602382 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1302695 - Endurskoðun á reglum um útleigu á félagslegum leiguíbúðum bæjarsjóðs Kópavogs

Lögð var fram tillaga sviðsstjóra um endurskoðun reglna með tilliti til aldraðra.

Félagsmálaráð óskar eftir upplýsingum um stöðu tillagna sem lagðar voru fram af samstarfshópi í húsnæðismálum í október 2015, sérstaklega hvað varðar félagslegar íbúðir til kaups, þrepaskipta leigu og fjölgun félagslegra íbúða.

7.705121 - Blindrafélagið: Ferðaþjónusta blindra

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir óskaði eftir umræðu um málaferli Blindrafélagsins gegn Kópavogi vegna ferðaþjónustu fatlaðra.

Fundi slitið.