Félagsmálaráð

1314. fundur 06. september 2011 kl. 15:30 - 18:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur velferðarsviðs
Dagskrá

1.1109017 - Flutningur - leiguskuld

Fært í trúnaðarbók.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

2.1109027 - Staða atvinnulausra

Lagt fram. Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa. 

 

Félagsmálaráð lítur alvarlegum augum á langtíma atvinnuleysi.  Mikilvægt er að sveitarfélagið verði undirbúið til að takast á við vandann og hvatt er til samstarfs sveitarfélaganna og vinnumálastofnunnar.

3.1105239 - Reglur Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Drög að endurskoðun

Félagsmálaráð felur lögfræðingi velferðarsviðs að taka saman þær breytingartillögur sem liggja fyrir og leggja fyrir til samþykktar á næsta fundi.   Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið.

4.1109035 - Reglur um úthlutun leiguíbúða

Félagsmálaráð samþykkir breytingatillögu á 2. og 3. gr. reglanna.  Umræðu um frekari breytingar er frestað.

Félagsmálaráð óskar eftir yfirliti punktastöðu umsækjenda á biðlista fyrir félagslegu leiguhúsnæði.

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið.

5.1109025 - Staða yfirþroskaþjálfa á Dalvegi

Lagt er til að stöðu þroskaþjálfa á Dalvegi sé breytt í stöðu yfirþroskaþjálfa

Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs og ítrekar mikilvægi þess að tillaga félagsmálastjóra verði samþykkt.

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

6.1109022 - Akstur fyrir íbúa í Dimmuhvarfi

Til að gæta jafnræðis á við aðra Kópavogsbúa leggur Félagsþjónustan til að íbúar í Dimmuhvarfi greiði fyrir akstur til samræmis á við aðra þá sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra eða sem nemur 175 kr. á ferð.

Félagsmálaráð samþykkir tillöguna.

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

7.1109021 - Gjald fyrir hádegismat á hæfingarstöð

Lagt er til að þeir notendur sem fá hádegisverð á hæfingarstöðvunum greiði lámarksverð til að standa undir matarkostnaði eða 400 kr. fyrir máltíðina.

Félagsmálaráð frestar málinu til næsta fundar.

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

8.1109020 - Umsjónarmaður stuðningsúrræða

Félagsmálaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

9.1109034 - Hvatning frá velferðarvaktinni í upphafi skólaárs 2011

Lagt fram.

10.1109007 - Áfrýjun lögð fyrir félagsmálaráð 6. september 2011

Fært í trúnaðarbók.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

11.1109006 - Áfrýjun lögð fyrir félagsmálaráð 6. september 2011

Fært í trúnaðarbók.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

12.1109005 - Áfrýjun lögð fyrir félagsmálaráð 6. september 2011

Fært í trúnaðarbók.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

13.1108380 - Áfrýjun lögð fyrir Félagsmálaráð 6. september 2011

Fært í trúnaðarbók.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

14.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Lagt fram.  Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa- og íbúðadeildar sat fundinn undir þessum lið ásamt Unni Ósk Pálsdóttur ráðgjafa.

Fundi slitið - kl. 18:00.