Félagsmálaráð

1328. fundur 26. apríl 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Helga Guðrún Jónasdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1204361 - Kosning í félagsmálaráði

Nýtt félagsmálaráð kemur saman. Sigurjón Örn Þórsson kjörinn formaður og Kjartan Sigurgeirsson kjörinn varaformaður. Minnihlutinn sat hjá.

2.1201037 - Teymisfundir 2012

Lagt fram til kynningar.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

 

3.1203246 - Tillaga að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Sérstök námsaðstoð.

Frestað á síðasta fundi

Samþykkt. 

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1203443 - Tillögur um breytingar á reglum um félagslega heimaþjónustu

Frestað á síðasta fundi

Frestað, lagðar fram að nýju með breytingum.  

 

Svanhildur Þengilsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra sat fundinn undir þessum lið.

5.1204077 - Skýrsla um Dimmuhvarf

Frá Capacent

Fulltrúar Capacent, Arnar Jónsson og Vilmar Pétursson, mættu á fundinn og kynntu skýrsluna.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

6.1203182 - Kostnaður vegna aðstoðarmanna

Frestað 15.03.2012

Lagt fram. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

7.1104301 - Reglur um dagþjónustu við fatlað fólk

Samþykkt með framlögðum breytingum. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

8.1203241 - Þjónustusamningar

Samþykkt að framlengja samninga um fjóra mánuði til 1. september n.k. enda liggi fyrir þann tíma sundurliðað yfirlit launagreiðslna og annars kostnaðar eins og fram kemur í greinargerð yfirmanns dags. 12. apríl 2012.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

 

Helga Guðrún vék af fundi.

9.1202614 - Dimmuhvarf - sumarleyfi

Bréf frá aðstandendum

Félagsmálaráð vísar til bókunar ráðsins frá 2. mars s.l. Félagsmálaráð bendir á að kostnaði vegna sumarleyfa íbúa verði mætt með þeim fjárhagsramma sem heimilinu er settur, að hámarki kr. 600 þús.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

 

10.1204098 - Bráðabirgðauppgjör velferðarsviðs jan - mars 2012

Lagt fram.

 

 

11.1204078 - Tölulegar upplýsingar um þróun atvinnuleysis og fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins

Lagt fram til kynningar.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:00.