Félagsmálaráð

1401. fundur 16. nóvember 2015 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir varafulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1501155 - Teymisfundir 43 og 44

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Úthlutun og greinargerð
Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1311339 - Starfshópur um stöðu húsnæðismarkaðarins

Theódóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri kynntu skýrslu starfshópsins.
Félagsmálaráð lýsir yfir ánægju með skýrsluna og þá stefnu sem þar kemur fram. Þær aðgerðir sem stefnt er að munu auka fjölbreytileika í húsnæðisúrræðum bæjarins og koma til móts við þann mikla vanda sem til staðar er á húsnæðismarkaði. Því fagnar ráðið.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1511273 - Umsagnarmál - Stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.

5.1511280 - Dimmuhvarf og Austurkór - staðan í málum íbúa

Lagt fram til kynningar.

6.705301 - Reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks og aldraðra í Kópavogi

Lagt fram til upplýsingar.

7.1511281 - Flutningur þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga - þjónustusvæði Kópavogs - skýrsla

Umræðum frestað til næsta fundar.

8.1511088 - Beiðni um viðræður við Kópavogsbæ um opnun fjöldahjálparstöðvar/neyðarskýlis fyrir hælisleitendur

Lagt fram til upplýsingar.

Fundi slitið.