Félagsmálaráð

1380. fundur 17. nóvember 2014 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Vilhjálmur Einarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1401261 - Teymisfundir 2014

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri, Herdís Þóra Snorradóttir atvinnuráðgjafi og Elín Ólafsdóttir atvinnuráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.14021193 - Atvinnuver. Stöðuskýrslur

Lagt fram til kynningar.
Ráðið lýsir yfir ánægju með árangur Atvinnuvers og fagnar því að framhald verði á starfseminni.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri, Herdís Þóra Snorradóttir atvinnuráðgjafi og Elín Ólafsdóttir atvinnuráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1402754 - Félagsleg leiguíbúð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1411232 - Áfrýjun á synjun um aukningu á stuðningsþjónustu

Máli frestað og starfsmönnum falið að vinna frekar að lausn þess.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1411234 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkir umsóknina. Skráð í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1208562 - Tilraunaverkefni um NPA

Framlenging verkefnisins um eitt ár samþykkt.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.1407290 - Samfélagsþjónusta - samningur við Fangelsismálastofnun

Lagt fram til kynningar.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

8.1411206 - Beiðni Samtaka um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2015

Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 832.000 kr.

Fundi slitið.