Ferlinefnd

134. fundur 06. maí 2010 kl. 15:00 - 16:30 Fannborg 4 fundarherbergi 2 hæð
Fundargerð ritaði: Guðlaug Ósk Gísladóttir starfsmaður ferlinefndar
Dagskrá

1.905189 - Guðmundarlundur - þjónustuhús

Lagðar fram teikningar af þjónustuhúsi í Guðmundarlundi

Lagðar fram teikningar af þjónustuhúsi í Guðmundarlundi. Gert er ráð fyrir einu sérmerktu bílastæði fyrir fatlaða við húsið og þarf að huga að því að bílastæðið sé á láréttu svæði. Sama gildir um önnur bílastæði fyrir fatlaða á svæðinu.

2.906140 - Dalsmári 9-11, yfirfara teikningar.

Lagðar fram teikningar af Dalsmára 9-11 vegna breytinga á innra skipulagi.  

3.1003035 - Aðgengi í og við grunnskóla

Rætt almennt um auknar áherslur varðandi bætt aðgengi fyrir alla í grunnskólum bæjarins. Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Digranesskóla og Hjallaskóla leggur ferlinefnd áherslu á að aðgengismál verði sérstaklega skoðuð við hönnun.

4.905193 - Vegna fyrirhugaðrar yfirfærlsu málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Ferlinefnd vill benda á að við yfirfærlsu málaflokks fatlaðra til sveitarfélaga er meiri þörf á en nokkur sinni að virk ferlinefnd sé starfandi í bænum.

5.1003049 - Bílastæði fyrir fatlaða

Ferlinefnd fagnar því að verið sé að endurbæta sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða og aðgengi við íþróttahúsið Smárann.

Fundi slitið - kl. 16:30.