Forsætisnefnd

1. fundur 17. janúar 2013 kl. 15:30 - 16:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Forsætisnefnd samþykkir að fastir fundartímar nefndarinnar verði kl. 15.30 hvern fimmtudag fyrir bæjarstjórnarfund.

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnar 22. janúar:

I.    Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

II.   Tillögur starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið

III.  Önnur mál

a. Fundargerðir nefnda

b. Afgreiðsla mála frá nefndum

Almennar umræður um hlutverk og markmið nefndarinnar skv. 3. kafla erindisbréfs.

Fundi slitið - kl. 16:30.