Forsætisnefnd

57. fundur 05. nóvember 2015 kl. 16:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Forsætisnefnd samþykkir að vísa eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar til afgreiðslu:

"Forsætisnefnd leggur til við bæjarstjórn að stofnuð verði þrjú ráð, menntaráð, velferðarráð og umhverfisráð við hlið bæjarráðs. Hvert og eitt ráð sinnir verkefnum með hliðsjón af skiptingu á stafsemi bæjarins í fjögur svið.

Jafnframt verði lagðar niður samsvarandi nefndir bæjarsins.

Ráðin hefji störf 1. júlí 2016, en þá liggi fyrir erindisbréf hvers ráðs, reglur um starfskjör þeirra sem starfa í ráðum og nefndum hjá Kópavogsbæ og endurskoðuð Bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.

Forsætisnefnd verði falið að útfæra ofangreinda liði fyrir 1. apríl 2016."

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Tillaga forsætisnefndar um valdmörk nefnda
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda
III. Beiðni varabæjarfulltrúa um lausn frá störfum
IV. Kosningar

Fundi slitið.