Forsætisnefnd

26. fundur 01. júlí 2014 kl. 08:30 - 08:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Friðriksdóttir forseti
  • Ólafur Þór Gunnarsson 1. varaforseti
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Lögð fram breytingartillaga á samþykktum um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköpum bæjarstjórnar, sem vísað var til síðari umræðu bæjarstjórnar á fundi bæjarstjórnar þann 24. júní sl. Skv. 4. tl. 9. gr. erindisbréfs forsætisnefndar ber nefndinni að fjalla um tillögur á breytingum á samþykktum bæjarins.

Forsætisnefnd vísar málinu til næsta fundar.

2.809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga ber nýrri sveitarstjórn að meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi siðareglur bæjarstjórnar. Bæjarstjórn fól forsætisnefnd á fundi sínum þann 24. júní sl. að fara yfir gildandi siðareglur og gera tillögu til bæjarstjórnar um staðfestingu þeirra eða tillögur til breytinga.

Forsætisnefnd óskar eftir umsögn lögfræðideildar vegna málsins.

3.1403522 - Starfsfyrirkomulag bæjarfulltrúa

Lagt fram minnisblað fráfarandi forsætisnefndar.

Forsætisnefnd frestar afgreiðslu en felur bæjarritara að kostnaðarmeta framlagðar tillögur.

Fundi slitið - kl. 08:30.