Forsætisnefnd

87. fundur 08. febrúar 2017 kl. 13:30 - 15:44 á Digranesvegi 1, Bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

1.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda

Tillaga
Forsætisnefnd leggur til að frá 1. mars 2017 muni starfskjör bæjarfulltrúa taka breytingum í samræmi við launavísitölu, sem uppfærist í janúar og júlí ár hvert.

Greinargerð: Á 2847. fundi bæjarráðs var málinu vísað til Forsætisnefndar til úrvinnslu. Tillaga nefndarinnar gerir ráð fyrir því að tenging við þingfararkaup verði afnumin og þess í stað verði tekin upp tenging við launavísitölu, og miðað við launavísitölu frá 1. júlí 2006. Er það mat Forsætisnefndar að með því sé verið að endurspegla betur en áður almenna launaþróun í landinu.

Fundi slitið - kl. 15:44.