Forsætisnefnd

92. fundur 23. mars 2017 kl. 15:30 - 16:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Drangey
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Breytingar á lögum um sölu áfengis (17031216).
II. Fundargerðir - önnur mál.
III. Kosningar nefnda.

2.17031216 - Breytingar á lögum um sölu áfengis

Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni:
"Bæjarstjórn Kópavogs leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Engin knýjandi þörf er á að bæta aðgengi að áfengi, og umsagnir heilbrigðisyfirvalda eru allar á eina leið. Frumvarpið samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum og verulegar lýkur á að með samþykkt þess myndi umfang áfengisvandans aukast."
Forsætisnefnd samþykkir að taka tillöguna á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.

3.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar

Lagðar fram teikningar fyrir Hringshúsið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:25.