Forsætisnefnd

112. fundur 21. mars 2018 kl. 15:00 - 16:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Sverrir Óskarsson aðalmaður
  • Ása Richardsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs Kópavogs. Bæjarráð vísaði erindinu til forsætisnefndar á fundi sínum 22. febrúar. Forsætisnefnd óskaði eftir því að ábyrgðarmaður Ungmennaráðs mætti fundar forsætisnefndar.
Forsætisnefnd felur bæjarritara að gera tillögu að breytingu á gr. 2 og 4 í erindisbréfi er varðar fasta skipan á tengslum ungmennaráðs við bæjarstjórn.

Gestir

  • Amanda K Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 15:00

Almenn mál

2.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Tekið fyrir til endurskoðunar erindisbréf öldungarráðs.
Forsætisnefnd gerir eftirfarandi breytingu á 5. gr. samþykkta fyrir öldungarráð:
Í stað "Öldungaráðið skal að jafnaði [...] Fella má niður fundi að sumarlagi." komi "Öldungaráð setur sér starfsáætlun í upphafi hvers starfsárs."
2. mgr. 3. gr. falli á brott.

Gestir

  • Amanda K Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar - mæting: 15:25

Almenn mál

3.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 27. mars 2018.
I. Önnur mál. Fundargerðir nefnda.
II. Kosningar.

Fundi slitið - kl. 16:15.