Forsætisnefnd

117. fundur 13. júní 2018 kl. 12:00 - 13:25 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Forsætisnefnd samþykkir að fastir fundartímar verði á fimmtudögum kl. 16.15 næstan á undan bæjarstjórnarfundi sbr. 10. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar.

Almenn mál

1.0809008 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ

Samkvæmt 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 ber nýrri sveitarstjórn að meta hvort ástæða sé til að endurskoða gildandi siðareglur bæjarstjórnar. Bæjarstjórn fól forsætisnefnd á fundi sínum þann 12. júní sl. að fara yfir gildandi siðareglur og gera tillögu til bæjarstjórnar um staðfestingu þeirra eða tillögur til breytinga.
Forsætisnefnd felur bæjarritara að afla upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um hvort siðanefnd muni gefa frekari leiðbeiningar til nýkjörinna sveitarstjórna við gerð siðareglna.

Almenn mál

2.1806763 - Starfskjör bæjarstjóra 2018

Frá forseta, samningur við bæjarstjóra um starfskjör bæjarstjóra.
Forsætisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 13:25.