Forsætisnefnd

118. fundur 21. júní 2018 kl. 16:15 - 17:50 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 26. júní nk.
I. Málefnasamningur meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.
II. Verkefni kjörinna fulltrúa við upphaf kjörtímabils. Dagskrármál frá Theódóru Þorsteinsdóttur.
III. Önnur mál - fundargerðir.
IV. Kosningar.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að fundur bæjarstjórnar þriðjudaginn 26. júní fari fram kl. 13.00.

Almenn mál

2.1806763 - Starfskjör bæjarstjóra 2018

Frá forseta, samningur við bæjarstjóra um starfskjör bæjarstjóra. Forsætisnefnd frestaði afgreiðslu á síðasta fundi.
Forsætisnefnd vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:50.