Forsætisnefnd

135. fundur 21. mars 2019 kl. 16:00 - 17:05 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Karen E. Halldórsdóttir varamaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir.
II. Kosningar.

Almenn mál

2.1812401 - Ólögmæt takmörkun á aðgengi að upplýsingum, krafa um úrbætur

Erindi Jóns Finnbogasonar frá 6. febrúar sl. varðandi aðgengi varabæjarfulltrúa að gögnum. Bæjarlögmaður skilaði umsögn í málinu sem var lögð fram á fundi forsætisnefndar þann 7. febrúar sl. sem frestaði afgreiðslu málsins.
Forsætisnefnd óskar eftir tillögu frá bæjarritara um aðgengi 1. varabæjarfulltrúa hvers framboðs að gögnum.

Almenn mál

3.1903772 - Reglur um afnot af bæjarstjórnarsal

Lögð fram fyrstu drög að notkunar- og umgengnisreglum fyrir bæjarstjórnarsal að Hábraut 2.
Afgreiðslu frestað.

Fundi slitið - kl. 17:05.