Forsætisnefnd

140. fundur 20. júní 2019 kl. 16:45 - 18:00 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 25. júní 2019.
I. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
II. Kosningar.

Almenn mál

2.1705174 - Stofnun öldungaráðs

Frá lögfræðideild, dags. 18. júní, lögð fram umsögn um breytingar á erindisbréfi öldungaráðs. Forsætisnefnd vísaði tillögu að breytingum á erindisbréfinu til bæjarritara til umsagnar þann 21. febrúar sl.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkt verði framlagt erindisbréf fyrir öldungaráð og felld verði úr gildi samþykkt um öldungaráð Kópavogs, dags. 9. maí 2017.

Með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga um að sveitarstjórn sé skylt að ákveða kjörnum fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags hæfilega þóknun fyrir þau störf leggur forsætisnefnd til að greiðslur taki mið af greiðslum til minni fastanefnda.

Almenn mál

3.16091082 - Notendaráð vegna málefna fatlaðs fólks

Frá lögfræðideild, dags. 19. júní, lögð fram umsögn um breytingar á erindisbréfi notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, sem áður hafa verið samþykktar í velferðarráði og forsætisnefnd. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 11. júní sl.
Forsætisnefnd samþykkir með þremur atkvæðum að vísa til afgreiðslu bæjarstjórnar erindisbréfi samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, óbreytt frá samþykkt velferðarráðs á fundi þess dags. 13. maí sl.

Með vísan til 51. gr. sveitarstjórnarlaga um að sveitarstjórn sé skylt að ákveða kjörnum fulltrúum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélags hæfilega þóknun fyrir þau störf leggur forsætisnefnd til að greiðslur taki mið af greiðslum til minni fastanefnda.

Fundi slitið - kl. 18:00.