Forsætisnefnd

149. fundur 23. janúar 2020 kl. 16:00 - 17:40 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir.
II. Kosningar

Almenn mál

2.1911566 - Óskað eftir umræðu um 32. gr. sveitarstjórnarlaga m.t.t. lífeyrisréttinda kjörinna fulltrúa. Tillaga frá Karenu Elísabetu Halldórsdóttur

Lagt fram yfirlit yfir mögulegan kostnað vegna séreignasparnaðar bæjarfulltrúa og nefndarmanna.
Forsætisnefnd leggur til að kjörnum fulltrúum og nefndarmönnum bæjarins verði gert kleift að greiða í séreignasjóð vegna setu sinnar í nefndum og ráðum á vegum Kópavogsbæjar.

Forsætisnefnd vísar málinu til frekari afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Almenn mál

3.1906196 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ - Framhaldsmál

Lagt fram til upplýsinga svar frá Sambandinu um stöðu á útgáfu leiðbeininga til sveitastjórna við gerð siðareglna.
Lagt fram.
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir kom inn sem gestur kl. 17:00. Hún yfirgaf fundinn kl. 17:24 og var fundi þá fram haldið.

Almenn mál

4.2001573 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Pírata um hvort bæjarfulltrúi Sjálftæðisflokks hefði brotið siðareglur

Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Pírata um hvort bæjarfulltrúi hafi brotið siðareglur bæjarfulltrúa Kópavogs með hátterni sínu.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að leita eftir umsögn bæjarlögmanns. Theodóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir bókar: ,,Ég óska eftir að erindinu verði vísað til siðanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga".

Margrét Friðriksdóttir og Birkir Jón Jónsson bóka: ,,Við leggjum til að afstaða til þess hvort vísa eigi erindinu til siðanefndar Sambandsins verði frestað til næsta fundar".

Fundi slitið - kl. 17:40.