Forsætisnefnd

156. fundur 07. maí 2020 kl. 16:00 - 17:11 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
- 2004238 Ársreikningur Kópavogsbæjar 2019 - seinni umræða.
- 1910462 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.2002489 - Erindi frá Theódóru Þorsteinsdóttur vegna fundar lista-og menningarráðs þann 21.01.2020.

Frá lögfræðideild, dags. 14. apríl, lögð fram umsögn um hvort fundargerð lista- og menningarráðs frá 21. janúar sé í samræmi við reglur um ritun fundargerða og ætti sér fordæmi.
Lagt fram.

Forsætisnefnd hvetur nefndir og ráð til þess að halda ekki fundi þar sem verðlaunahátíðir eru eina dagskrármál viðkomandi fundar og passi að fundarreglur séu virtar í hvívetna.

Almenn mál

3.2002425 - Erindi frá Karen E. Halldórsdóttur vegna athugasemda við fund lista- og menningarráðs og ljóðahátíðina Ljóðstafur Jóns úr Vör

Frá lögfræðideild, dags. 20. apríl, lögð fram umsögn um hvort lista- og menningarráði bæri að staðfesta niðurstöðu dómnefndar og þá fjárhæð sem fer í verðlaunafé vegna ljóðahátíðarinnar Ljóðstafur Jóns úr Vör.
Lagt fram.

Almenn mál

4.2002398 - Ungmennaráð Kópavogs 2020

Fyrirhugaður fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn.
Forsætisnefnd samþykkir að boðað verði til fundar með Ungmennaráði þriðjudaginn 26. maí kl. 15.

Forsætisnefnd tekur jákvætt í hugmynd Ungmennaráðs um kaffihúsaspjall síðar á árinu.

Fundi slitið - kl. 17:11.