Forsætisnefnd

181. fundur 16. júní 2021 kl. 13:15 - 14:58 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir
Fundargerð ritaði: Anna Kristín Guðmundsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Önnur mál - fundargerðir.
II. Kosningar.

Almenn mál

2.1905485 - Menningarhúsin í Kópavogi

Frá lögfræðideild, dags. 05.05.2021, lagt fram minnisblað varðandi stjórn menningarhúsa Kópavogsbæjar. Lista- og menningarráð vísaði erindinu til forsætisnefndar á fundi sínum 28.05.2021. Forsætisnefnd frestaði málinu á milli funda þann 10.06.2021.
Forsætisnefnd felur lögfræðideild að yfirfara erindisbréf lista- og menningarráðs í ljósi fyrirliggjandi minnisblaðs og gera tillögur að breytingum til samræmis við það.

Gestir

  • Salvör Þórisdóttir lögfræðingur - mæting: 13:56

Almenn mál

3.1906196 - Siðareglur kjörinna bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ, hagsmunaskráning - Framhaldsmál

Endurskoðun siðareglna.
Forsætisnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 10.06.2021.
Í ljósi þess að ekki liggja fyrir nýjar leiðbeiningar til sveitarstjórna um gerð siðareglna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frestar forsætisnefnd frekari umfjöllun um siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Kópavogsbæ þar til nýjar leiðbeiningar sem eru í vinnslu hjá Sambandinu liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 14:58.