Forsætisnefnd

188. fundur 18. nóvember 2021 kl. 09:40 - 10:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalmaður
  • Birkir Jón Jónsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál.
- Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og þriggja ára áætlun - seinni umræða.
- Erindi frá Strætó um ábyrgðaryfirlýsingu
II. Önnur mál - fundargerðir.
III. Kosningar.

Almenn mál

2.2108521 - Auglýsing um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að tryggja starfshæfi sveitarstjórna og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélaga

Lögð fram auglýsing Ráðherra um heimild til fjarfunda sveitarstjórna.
Heimildin hefur þegar öðlast gildi og gildir til 31. janúar 2022. Á því tímabili er sveitarstjórnum heimilt að taka ákvarðanir á fundi þar sem allir fundarmenn taka þátt á fundinum með rafrænum hætti.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:19.