Forsætisnefnd

2. fundur 08. febrúar 2013 kl. 08:15 - 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

Lögð fram drög að dagskrá 1071. fundar bæjarstjórnar, sem haldinn verður þriðjudaginn 12. febrúar.  Forsætisnefnd leggur fram eftirfarandi dagskrá fyrir fundinn:

I. Dagskrármál

a. Endurskoðun á starfi framkvæmdaráðs.

b. Húsnæðismál Hörðuvallaskóla.

c. Langtímaáætlun 2017 - 2018.

II. Önnur mál - fundargerðir nefnda

III. Kosningar

2.1302153 - Leiðbeiningar um ritun fundargerða

Lögð fram auglýsing innanríkisráðuneytis um ritun fundargerða sveitarstjórna dags. 1. nóvember 2012. Bæjarritara falið að kynna leiðbeiningarnar ábyrgðaraðilum nefnda og ráða hjá Kópavogsbæ.

 

Forsætisnefnd samþykkir eftirfarandi vinnureglu:

Fundargerðir nefnda skulu berast skrifstofu stjórnsýslusviðs í síðasta lagi fyrir lok vinnudags á miðvikudegi fyrir bæjarstjórnarfund.

3.1301319 - Heimsókn embættismanna frá Wuhan í byrjun apríl 2013

Forsætisnefnd samþykkir að bjóða embættismönnum til bæjarins.

Fundi slitið - kl. 08:15.