Forsætisnefnd

205. fundur 17. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:02 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir 1. varaforseti
  • Hannes Steindórsson 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Almenn mál

1.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I. Dagskrármál
- Fjárhagsáætlun 2023
- Fjárhagsáætlun 2024-2026
II. Önnur mál - fundargerðir nefnda.
III. Kosningar

Almenn mál

2.2211012 - Erindi frá bæjarfulltrúa Hannesi Steindórssyni um tilnefningu Kópavogsbúa ársins 2022

Erindi frá bæjarfulltrúa Hannesi Steindórssyni um tilnefningu Kópavogsbúa ársins 2022.
Flutningsmaður tillögu á samráð við bæjarritara um útfærslu málsins.

Almenn mál

3.2210178 - Öldungaráð 2022-2023

Erindi frá öldungaráði um ósk um endurskoðun á erindisbréfi ráðsins með hliðsjón af skipan í ráðið, að kjörnir fulltrúar sitji í ráðinu.
Forsætisnefnd mælist til þess að endurskoðun á bæjarmálasamþykkt og erindisbréfum nefnda og ráða hefjist sem fyrst og að í þeirri endurskoðun verði tekin afstaða til beiðni öldungaráðs.

Almenn mál

4.2211319 - Tillaga bæjarfulltrúa Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur um að hefja vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar

Frá bæjarfulltrúa Pírata, lögð fram tillaga um að hefja vinnu við endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar forsætisnefndar.
Forsætisnefnd felur bæjarritara að hefja undirbúning að endurskoðun siðareglna bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 17:02.