Forsætisnefnd

23. fundur 08. maí 2014 kl. 16:00 - 16:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson varafulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1403522 - Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa

Tillaga forsætisnefndar um breytt skipulag nefndakerfis

 

Forsætisnefnd leggur til að nefndakerfi bæjarins verði breytt á þann hátt að fjórar stórar nefndir styðji við hvert svið bæjarins. Bæjarráð, velferðarráð, framkvæmdaráð og menntaráð.  Þessi ráð verði jafngild og fái aukið vald til að afgreiða mál. Gert er ráð fyrir að hvert þeirra fundi tvisvar í mánuði. Hlutverk bæjarráðs breytist frá því sem nú er og mun fyrst og fremst sinna stjórnsýslu og fjármálum eins en hin ráðin munu taka við hluta af þeim hlutverkum sem bæjarráð sinnir núna. Forsætisnefnd leggur til að bæjarfulltrúar eða varabæjarfulltrúar skipi hinar stóru nefndir. Aðrar nefndir halda sér nokkurn veginn en nánari útfærslu á því bíður nýrrar bæjarstjórnar.

 

Forsætisnefnd leggur til að starfshlutfall bæjarstjórnar taki breytingum í samræmi við aukið umfang þeirra verkefna sem bæjarfulltrúar sinna. Bæjarfulltrúastarfið verði 35% starf, seta í bæjarráði, velferðarráði, framkvæmdaráði og menntaráði verði metin sem 15% starf með fastri þóknun en starfshlutfall í öðrum nefndum verði óbreytt og greitt fyrir hvern fund. Fyrir formennsku í nefnd er 50% álag. Forseti bæjarstjórnar verði metið sem 50% starf og varaforsetar séu í 40% starfshlutfalli. 1. varamaður í bæjarstjórn fær þóknun fyrir hvern fund sem nemur 12% af þingfarakaupi.

 

Talsverð vinna hefur farið í að skoða þessi mál á yfirstandandi kjörtímabil m.a. í þeim tilgangi að bæta vinnulag bæjarstjórnar. Forsætisnefnd telur mikilvægt að þessi vinna verði nýtt og telur eðlilegast að ný bæjarstjórn taki upp þráðinn strax í upphafi kjörtímabilsins.  Forsætisnefndin áréttar mikilvægi þess að breyta skipuriti bæjarins og þá um leið starfshlutfalli bæjarfulltrúa og telur þá leið sem hér er lagt til skynsamlega og koma til móts við ólík sjónarmið í þessum efnum.

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.    Ársreikningur Kópavogsbæjar 2013 - Seinni umræða.

II.   Tillaga að nýrri lögreglusamþykkt - Seinni umræða.

III.  Tillaga að aukningu starfshlutfalls. Tillaga forsætisnefndar.

IV.  Sveitarstjórnarkosningar 2014.

V.   Önnur mál - fundargerðir nefnda.

VI. Kosningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.