Forsætisnefnd

20. fundur 14. apríl 2014 kl. 11:00 - 11:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1403522 - Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa

Á bæjarstjórnarfundi þann 25. mars var eftirfarandi tillaga samþykkt:
Bæjarstjórn felur forsætisnefnd að vinna áfram tillögu um starfshlutfall bæjarstjórnar. Þá skuli fara fram greining á umfangi, verkefnum og þeim tíma sem kjörnir fulltrúar verja í starfi fyrir bæjarfélagið með það að markmiði að kanna hvert raunverulegt starfshlutfall er. Forsætisnefnd meti að lokinni þessari vinnu hvernig málinu verður framhaldið.

Forsætisnefnd vísar afgreiðslu til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:00.