Forvarna- og frístundanefnd

23. fundur 10. september 2014 kl. 16:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rannveig Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Ingi Hauksson aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Jóhannes Ævar Hilmarsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá
Kynnning á nefndarmönnum og starfsmönnum.
Kynntar ýmsar samþykktir, lög og stefnur er lúta að starfsemi nefndarinnar og Kópavogsbæjar.

1.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir forvarna- og frístundanefnd.
Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri frístundadeildar gerðu grein fyrir fyrir helstu ákvæðum erindisbréfsins.

2.1408320 - Kosningar í embætti forvarna- og frístundanefndar 2014-18.

Skipað í embætti samkvæmt 2.grein í erindisbréfi fyrir forvarna- og frístundanefnd Kópavogs.
Lagt er til að formaður ráðsins verði Andri Steinn Hilmarsson, varaformaður Rannveig Jónsdóttir og ritari Sigurður Ingi Hauksson. Samþykkt.

3.1408321 - Frístundadeild - forvarna- og frístundanefnd 2014-18.

Kynning á starfsemi menntasviðs og frístunda- og forvarnadeildar.
Sviðsstjóri og deildarstjóri kynntu starf og umfang menntasviðs og frístunda- og forvarnadeildar.

4.1408324 - Fundaráætlun og fundartímar forvarna- og frístundanefndar 2014-18.

Lagðar fram tillögur að fundartímum fyrir forvarna- og frístundanefnd.
Lagt er til að fundartími forvarna- og frístundanefndar verði á eftirfarandi tímum fram að áramótum: miðvikdaginn 22. október kl.16.30, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 16.30 og þriðjudaginn 23. desember kl. 11.00. Samþykkt.

5.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir ungmennaráð sem samþykkt var í bæjarráði 27.05.2014.
Deildarstjóri frístundadeildar gerði grein fyrir helstu ákvæðum erindisbréfsins.

Fundi slitið.