Forvarna- og frístundanefnd

9. fundur 26. apríl 2012 kl. 11:30 - 13:00 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Andri Þór Lefever verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1204279 - 17. júní 2012.

Verkefnastjóri 17. júní mætir á fundinn.

Verkefnastjórar 17. júní Andri Lefever og Margrét Ægisdóttir mættu á fundinn. Umræða um skipulagningu og framkvæmd hátíðarhalda. Nefndin felur frístunda- og forvarnadeild að vinna áfram að dagskrá 17. júní 2012.

2.1203345 - Sumardagurinn fyrsti 2012

Mat á skipulagingu og framkvæmd hátíðarhalda.

Hátíðarhöld á Sumardaginn fyrsta tókust vel.  Skátafélagið Kópar sá um skipulagningu og framkvæmd í samstarfi við verkefnastjóra á frístunda- og forvarnadeild.  Frístunda- og forvarnanefnd þakkar vel unnin störf.

3.1201044 - Hundahald við hátíðarhöld á 17. júní. Bókun frá Ómari Stefánssyni.

Bókun frá bæjarráð 5.1.2012 um að skoðað verði bann við hundum á hátíðarhöldunum.

Forvarna- og frístundanefnd tekur undir bókun bæjarráðs og mælist til að auglýst verði bann við hundum á hátíðarsvæðinu.

4.1204086 - Verðkönnun vegna 17. júní. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Forvarna- og frístundanefnd mun nú sem fyrr gæta aðhalds í meðferð fjármagns á 17. júní og leita bestu tilboða hverju sinni. Nú þegar er í gildi samningur um einstaka verkþætti sem rennur út á næsta ári og þá verður leitað tilboða að nýju.

5.1204196 - Styrkbeiðni vegna verkefnis til að vinna gegn aukinni kannabisneyslu ungs fólks

Umsókn um forvarnastyrk

Forvarna- og frístundanefnd frestar erindinu.

6.1203387 - Líf barnanna - beiðni um styrk til forvarna

Umsókn um forvarnastyrk.

Forvarna- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.1203393 - Tenging hjóla- og göngustíga við Garðabæ.

Tillaga frá bæjarráði 29.mars 2012 um að viðræður fari fram við Garðabæ um tengingu göngu- og hjólreiðastíga. Tillagan samþykkt og erindinu vísað til umræðu m.a forvarna- og frístsundanefnd.

Forvarna- og frístundanefnd fagnar framlagðri tillögu um tengingu hjóla- og göngustíga austan við Reykjanesbrautina sem tengir saman Lindir og Garðabæ.

Önnur mál.

Fundi slitið - kl. 13:00.