Forvarna- og frístundanefnd

18. fundur 26. september 2013 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar.
Dagskrá

1.1309317 - Styrkbeiðni vegna Ástráðs, forvarnastarfs læknanema

Frá Ástráði, forvarnastarfi læknanema, dags. í september, óskað eftir styrk til starfseminnar í vetur. Kostnaðurinn er áætlaður kr. 2.000.000,- og sótt er um styrk upp í þá fjárhæð.

Forvarna- og frístundanefnd frestar afgreiðslu og felur starfsmanni að boða fulltrúa Ástráðs á næsta fund.

2.1309220 - Boðið upp á "Verndum þau" námskeið

Beiðni styrk til að halda forvarnanámskeið á vegum "Verndum þau" í Kópavogi, sendandi Æskulýðsvettvangurinn.

Nefndin þakkar fyrir áhugavert tilboð og afþakkar boðið að þessu sinni. Síðastliðið vor stóð Kópavogsbær fyrir námskeiðinu "Verndum þau" fyrir allt starfsfólk félagsmiðstöðva, ungmennahúss, íþróttahús og sundlauga.  

3.1309171 - Beiðni um styrk vegna forvarna

Beiðni um forvarnastyrk í "Þjóðarátak Svavars Sigurðssonar gegn fíkniefnum".

Forvarna- og frístundanefnd sér sér ekki fært að verða við umsókninni.

4.1306626 - Hlaupið gegn einelti. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Upplýsingar um stöðu vinnuferlis.

Greint frá skipulagningu verkefnisins. Í hverju hverfi verður skipulögð ganga/hlaup og fræðsla. Hverfisteymi sem samanstanda af fulltrúum frá grunnskóla, leikskóla(um) og félagsmiðstöð skipuleggja og framkvæma verkefnið í samstarfi við frístunda- og forvarnadeild, leiksskóladeild, grunnskóladeild, markaðsskrifstofu og almannatengslafulltrúa.  Forvarna- og frístundanefnd beinir þeim óskum til starfsmanna menntasviðs að kynna vinnuferli eineltismála í stofnunum menntasviðs fyrir hlutaðeigandi aðilum.

5.1302256 - Beiðni um styrk til útgáfu Forvarnabókarinnar

Beiðni frá FRÆ um styrk til að taka þátt í kostnaði við útgáfu Forvarnahandbókar.

Forvarna- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins og felur starfsmanni nefndar að afla nánari upplýsinga um stöðu verkefnisins.

6.811346 - Forvarnastefna Kópavogs

Lögð fram lokadrög að reglum Forvarnarsjóðs Kópavogs

Farið yfir drög að reglum sjóðsins. Ákveðið að stefna að fyrstu úthlutun í lok árs.

7.1308587 - Leikfélag Kópavogs - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/leiklistarnámskeiða fyrir bör

Beiðni um aðild að frístundastyrk Kópavogs.

Héðinn Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið og Una María Óskarsdóttir tók við stjórn fundarins.

Forvarna- og frístundanefnd, í samstarfi við Íþróttaráð, samþykkir umsókn Leikfélags Kópavogs um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna leiklistarnámskeiða.

8.1308582 - Heilsuskóli Tanyu - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/Zumbanámskeiða fyrir börn og u

Beiðni um aðild að frístundastyrk Kópavogs.

Forvarna- og frístundanefnd, í samstarfi við Íþróttaráð, samþykkir umsókn Heilsuskóla Tanyu um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna zumbanámskeiða.

9.1309165 - Dale Carnegie - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ sjálfstyrkingarnámskeiða yrir bör

Beiðni um aðild að frístundastyrk Kópavogs.

Forvarna- og frístundanefnd, í samstarfi við Íþróttaráð samþykkir umsókn Dale Carnegie um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna sjálfsstyrkinganámskeiða.

Fundi slitið - kl. 13:00.