Forvarna- og frístundanefnd

20. fundur 30. janúar 2014 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.14011070 - Forvarnarstyrksbeiðni

Beiðni frá SAMANhópnum um forvarnastarf hópsins fyrir árið 2014.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að styrkja SAMANhópinn um kr. 150.000.

2.1401907 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs.

Löðg fram beiðni, dags. 7. janúar 2014, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ Bogfimiseturs ehf.

Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við beiðni Bogfimisetursins þar sem styrkumsóknin er ekki fullnægjandi. 

3.1401848 - FEBK óskar eftir að verða tillögu- og umsagnaraðili um málefni aldraðra sem fjallað er um í bæjarstj

Lögð fram til kynningar samþykkt í bæjarráði þann 24. janúar 2014 vegna erindi FEBK.

Kynnt fyrir nefndinni. 

4.1401186 - Ukulele Reykjavík - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs v/ ukelele-hljóðfæraleik

Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. desember 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ukulele hljóðfæraleiks sem Ukelele Reykjavík býður upp á.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Ukulele Reykjavík um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna ukulele hljóðfæraleiks.

5.701026 - Verklagsreglur Menntasviðs Kópavogs um viðbrögð við ofbeldi gagnvart börnum

Lagt fram til kynningar

Lagt fram til kynningar. Forvarna- og frístundanefndin fagnar þessum verklagsreglum sem err liður í forvarnastarfi fyrir börn og ungmenni í Kópavogi.

6.1310452 - Forvarnasjóður Kópavogs 2013

Kynning og umræður um umsóknarferli forvarna- og frístundastyrkja.

Forvarna- og frístundanefnd felur deildarstjóra frístundadeildar að auglýsa og annast umsóknarferlið.

Fundi slitið - kl. 13:00.