Forvarna- og frístundanefnd

39. fundur 06. júlí 2016 kl. 12:00 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Jóhannes Ævar Hilmarsson varafulltrúi
  • Þóra Elfa Björnsson varafulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard deildarstjóri forvarna-og frístundadeild
Dagskrá

1.1603633 - Íbúalýðræði þátttökufjárlagagerð

Sólveig H. Jóhannsdóttir skipulagsfræðingur á umhverfissviði kynnir verkefnið "Okkar Kópavogur".
Forvarna- og frístundanefnd þakkar fyrir kynninguna. Verkefnið er þarft og gefur íbúum Kópavogs tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt.

2.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent

Kynntar niðurstöður úr stjórnsýsluúttekt Capacent um færslu félagsmiðstöðva eldri borgara frá menntasviði yfir á velferðasvið.
Forvarna- og frístundanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar. Nefndin telur að ófullnægjandi faglegar upplýsingar liggi fyrir varðandi tillöguna og óskar eftir því að fulltrúi velferðarsviðs, forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara og formaður FEBK komi á þann fund. Starfsmanni falið að boða viðkomandi á fundinn.

3.16061076 - Samfés-Landsmót í Kópavogi 2016

Samfés hefur óskað eftir að Kópavogur taki að sér skipulagningu og framkvæmd á landsmóti félagsmiðstöðva haustið 2016.
Frístunda- og forvarnanefnd samþykkir að Landsmót félagsmiðstöðva á Íslandi verði haldið í Kópavogi 30.9-2.10.2016.
Kostnaður frístundadeildar vegna mótsins rúmast innan fjárhagsáætlunar 2016.

Fundi slitið - kl. 13:00.