Forvarna- og frístundanefnd

27. fundur 11. mars 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Ingi Hauksson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1503304 - Mennta-og menningarmálaráðuneytið-Stefna í æskulýðsmálum.

Lögð fram til kynningar stefnumótun í æskulýðsmálum frá æskulýðsráði, mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Forvarna- og frístundanefnda leggur til að starfsmönnum verði falið að athuga hvort að það sé tilefni til að fara í stefnumótun um frístundamál í Kópavogi og koma með tillögur og kynningu að því hvernig best sé að vinna slíka stefnumótun.

2.1503303 - Forvarnasjóður Kópavogs 2015

Forvarnasjóður Kópavogs auglýsir eftir umsóknum einu sinni á ári. Markmið sjóðsins er að efla forvarna-og frístundastarf í Kópavogi. Lagðar fram úthlutunarreglur og ákvarða þarf framhaldið.
Forvarna- og frístundanefnd felur starfsmanni að auglýsa eftir umsóknum í Forvarnasjóð Kópavogs fyrir árið 2015.

3.1503310 - Menntasvið-sumarstarf 2015

Sumartilboð frístunda- og forvarnadeildar eru fjölbreytt. Farið yfir fyrirhugað sumarstarf.
Farið yfir reglur fyrir sumarstörf fyrir 18. ára og eldri hjá Kópavogsbæ sumarið og sumarnámskeið frístunda- og forvarnadeildar. Rætt um vinnu- og tómstundatilboðið Tröð og sumarnámskeiðin hjá frístundaklúbbnum Hrafninum. Skráning á sumartilboð hefst Sumardaginn fyrsta þann 23. apríl 2015.
Önnur mál:

Forvarna- og frístundanefnd biður starfsmanna að kanna stöðu á forvarnaáætlunum/framkvæmdaáætlun hjá grunnskólum Kópavogsbæjar.

Fundi slitið.