Forvarna- og frístundanefnd

17. fundur 13. júní 2013 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Diljá Helgadóttir varafulltrúi
  • Jóhannes Ævar Hilmarsson varafulltrúi
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir varafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard deildarstjóri Frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1304127 - 17. júní 2013

Verkefnastjóri 17. júní hátíðarhalda mætir á fundinn og kynnir dagskrána.

Andri Levefer kynnti dagskrána. Nefndin þakkar fyrir kynninguna og óskar Kópavogsbúum gleðilegrar þjóðhátíðar.

2.1306243 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ talsetningarnámskeiða

Umsókn frá Stúdíó Sýrlandi.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Stúdíó Sýrlands um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

3.1306231 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ TST námskeiðs

Umsókn frá Bjargir - forvarnir og fræðsla.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Bjargs vegna TST námskeiða, um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

4.1306228 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ yoga leiksmiðju fyrir börn og unglinga

Umsókn frá Ásta Arnar ehf.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Ástu Arnar ehf.  vegna leiksmiðju fyrir börn og unglinga, um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

5.1304057 - Iðkendastyrkir 2013

Lagðar fram tillögur að starfs- og iðkendastyrkjum fyrir árið 2013.  Úthlutun í samræmi við iðkendastyrk íþróttafélaga.

 

6.1306271 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ margmiðlunarnámskeiða

Umsókn frá Skema.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Skema- margmiðlunarnámskeið um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

7.1306267 - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ söngnámskeiða

Umsókn frá Meiriskólanum, söngskóli.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Meiriskólans-söngnámskeið um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

8.1306262 - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar vegna sjálfsstyrkingar námskeiða

Umsókn frá Vímulausri æsku - Foreldarhús.

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir umsókn Vímulausrar æsku/Foreldrahús - sjálfsstyrkinganámskeið um aðild að frístundastyrk Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykkt íþróttaráðs.

9.1306296 - Ungt fólk 2013. Rannsóknarniðurstöður, hagir og líðan ungs fólks í Kópavogi

Jón Sigfússon frá Rannsókn og Greiningu kynnir rannsóknarniðurstöður meðal nemenda í grunnskólum Kópavogs árið 2013.

Niðurstöður á rannsókna á vímefnanotkun sýna góðan árangur í forvarnastarfi meðal barna og unglinga í Kópavogi. Kynning á niðurstöðum verður í boði í haust fyrir þá aðila sem vinna að málefnum barna- og unglinga. Niðurstöðurnar gefa vísbendingu um að áherslan í  forvarnastarfi þarf í ríkari mæli að beinast að 16-18 ára aldurshópnum og þar eru lykilaðilar ungmennahúsið Molinn og Menntaskólinn í Kópavogi. Ákveðið að kalla þessa aðila á fund nefndarinnar í haust.

10.1305221 - Íþróttafélagið Glóð, Iðkendastyrkur 2013

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir að veita félaginu starfsstyrk að upphæð kr.70.000.

11.1305154 - Skátafélagið Kópar, Iðkendastyrkir 2013

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir að veita félaginu iðkendastyrk að upphæð kr. 841.300.

12.1305140 - HSSK, Iðkendastyrkur 2013

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir að veita félaginu iðkendastyrk að upphæð kr.155.100.

13.1305045 - KFUM og K, Iðkendastyrkur 2013

Forvarna- og frístundanefnd  samþykkir að veita félaginu starfsstyrk að upphæð kr. 70.000.

Önnur mál

Kynning frá Sigmari Þormar um væntanlega bók fyrir ungmenni, "Fjármálalæsi fyrir þig". Þar er m.a greint frá frístunda- og forvarnastarfi í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 13:00.