Forvarna- og frístundanefnd

12. fundur 17. október 2012 kl. 18:00 - 21:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Jóhannes Ævar Hilmarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1209007 - Beiðni um styrk til handa Krísuvíkursamtökunum

Beiðni um forvarnastyrk. Frestað frá síðasta fundi.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að styrkja Krísuvíkursamtökin um kr. 225.000.

2.1209179 - Málefni Félagsmiðstöðva barna- og unglinga 2012

Lögð fram greinargerð um vetrarstarf félagsmiðstöðva starfsárið 2011-2012. Frestað frá síðasta fundi.

Forvarna- og frístundanefnd þakkar fyrir greinargerðina um vetrarstarf félagsmiðstöðvanna og lýsir ánægju sinni með metnaðarfullt uppeldis- og forvarnastarf í félagsmiðstöðvum bæjarins.

3.1210321 - Maritafræðslan

Fyrirspurn frá Maritafræðslunni um styrki vegna forvarnafræðslu í grunnskólum Kópavogs.

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir að styrkja grunnskóla Kópavogi sem þess óska um tvo fundi á núverandi skólaári  frá Maritafræðslunni.

4.1210370 - Forvarnavika 2012

Lögð fram dagskrá forvarnaviku félagsmiðstöðva barna og unglinga.

Forvarna- og frístundanefnd fagnar faglegri dagskrá þar sem fjallað verður á opinskáan hátt um netfíkn og kynlíf unglinga.  Fræðslan er fyrir unglinga, foreldra og starfsfólk félagsmiðstöðvanna.

5.1209179 - Málefni Félagsmiðstöðva barna- og unglinga 2012

Vettvangsferð í félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Forvarna- og frístundanefnd þakkar móttökur í félagsmiðstöðvunum og áhugaverðar kynningar á mikilvægu starfi félagsmiðstöðvanna í Kópavogi.

Önnur mál

Fundi slitið - kl. 21:00.