Forvarnanefnd

22. fundur 26. janúar 2010 kl. 12:00 - 12:00 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson starfsmaður forvarnanefndar
Dagskrá

1.1002008 - Forvarnaráðstefna í Kópavogi, 16.11.2009.

Farið var yfir  helstu áherslur sem fram komu hjá fyrirlesurum á  ráðstefnunni sem nefndin stóð fyrir í Salnum þann 16. nóvember sl.   Nefndin telur mikilvægt að flest þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni verði gerð aðgengileg á vef bæjarins þanni að bæjarbúar geti kynnt sér þau nánar.

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við ráðstefnuna dagsett 26. jan.2010.

2.811346 - Forvarnastefna Kópavogs

Farið yfir umfang og kostnað við útgáfu stefnunnar.

Lagt fram yfirlit yfir kostnað við útgáfu stefnunnar en prentuð voru 1500 eintök.  

Lögð fram tillaga um dreifingu á forvarnastefnu Kópavogs.  Samþykkt að dreifa til barna í elsta árgangi í leiksskóla og 6.bekk grunnskólans (börn fædd 1998) ásamt því að dreifa stefnunni til þeirra aðila sem að mótun hennar komu.  

Starfsmanni falið að fylgja útgáfu stefnunnar eftir með undirbúningi að aðgerðaáætlun í samvinnu og samráði við hlutaðeigandi stofnanir og félagasamtök.

 

3.910150 - Nágrannavarsla hjá Kópavogsbæ. Boðið upp á aðstoð við uppsetningu og innleiðingu nágrannavörslu

Forvarnahús Sjóvá. Tekið fyrir erindi frá forvarnahúsi sem lagt var fram á fundi nefndarinnar 23.okt.sl. og varðar innleiðingu og uppsetningu nágrannavörslu í Kópavogi. Starfsmaður greindi frá fundi sem hann átti með fulltrúa Sjóvá - Forvarnahúss.  Nefndinni lýst vel á verkefnið og það frumkvæði sem Sjóvá tekur í málinu og hvetur íbúa Kópavogs til að kynna sér verkefnið.

4.802033 - Styrkur vegna áfengis-og vímuvarnir. ""Hættu áður en þú byrjar.""

Starfsmaður greindi frá þeim forvarnaverkefnum sem væru í gangi í dag.  

3 af 10 skólum hafa farið í gegn um  Maríta-fræðsluna, eða Hættu áður en þú  byrjar, um vímuefni á haustönn. Hjá hinum sjö fara námskeiðin fram nú á vorönn.

5.912645 - Fjárhagsáætlun 2010

 Lagt fram yfirlit yfir útgjöld forvarnanefndar á árinu 2009.  Jafnframt lögð fram áætlun ársins 2010.

6.1002047 - Hugur og heilsa. Forvarnarverkefni í Kópavogi 2009-2010.

Starfsmaður greindi frá þeim forvarnaverkefnum sem væru í gangi í dag.  

                         Verkefni sem Hugur og heilsa - Hugarheill ehf. er með í Hjalla- og Snælandsskóla er á góðu skriði, en það er skimun á  þunglyndi og námskeið í framhaldi af því.

7.1002029 - Samstarf Lífsýnar og Kópavogsbæjar vegna TST-námskeiða.

Lögð fram skýrsla um TST-námskeiðið sem haldið var í okt.-des. Námskeiðið gekk vel í alla staði og leita forsvarsmenn námskeiðsins eftir frekara samstarfi.

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli LÍFSÝNAR/ fræðslumiðstöðvar og Kópavogsbæjar um áframhaldandi samstarf á árinu 2010. Nefndin samþykkir að gengið verði til formlegs samstarfs við LÍFSÝN/fræðslumiðstöð.  Starfsmanni falið að ganga frá samningi við fræðslumiðstöðina á grunni fyrirliggjandi samningsdraga.

8.1002040 - Nei takk klúbburinn, beiðni um styrk vegna hvataferðar.

Hjallaskóli - Nei takk klúbburinn.  Lögð fram beiðni frá náms- og starfsráðgjafa Hjallaskóla dags. 14. jan.2010, um styrk vegna hvataferðar klúbbsins 22. jan. sl. Frestað.

9.1002042 - Forvarnarverkefni 2010.

Rætt um möguleg verkefni á árinu 2010.  Forvarnir er lúta að kynfræðslu fatlaða barna í skólunum.  Rætt um þau úrræði sem fyrir hendi eru og með hvaða hætti má auka þá fræðslu.

Fundi slitið - kl. 12:00.