Forvarnanefnd

26. fundur 07. júní 2010 kl. 11:45 - 13:00 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson starfsmaður forvarnanefndar
Dagskrá

1.1004316 - Vinnuskóli Kópavogs 2010 (14-16 ára)

Sigurður Grétar Ólafsson forstöðumaður vinnuskólans kom á fundinn og kynnti undirbúningsstarf sem leiðbeinendur skólans sinna, og námskeið sem þeir fara á til að undirbúa sumarið.  Námskeið og fræðsla á vegum vinnuskólans 1. - 11. júní eru: Skyndihjálp, verkleg kennsla-stöðvaþjálfun, forvarnarfræðsla, vinnuskýrslugerð-umsagnir, samskiptanámskeið, verkstjórn fyrir unga stjórnendur, vinnuvernd-líkamsbeiting, umhverfisfræðsla.   Forvarnanefnd lýsir yfir ánægju sinni með vel skipulagt fræðslustarf og leggur áherslu á að svo verði áfram samkvæmt forvarnastefnu Kópavogsbæjar. 

2.1002042 - Forvarnarverkefni 2010.

Farið yfir forvarnarverkefni nefndarinnar sem hafa verið á dagskrá.  Forvarnarfulltrúa falið að fylgja eftir forvarnarfræðslu m.a. í Vinnuskóla Kópavogs. 

3.1004381 - Rannsóknir og greining - samningur 2010.

Lagður fram undirritaður samningur vegna verkefnisins. 

4.1004377 - ,,Allt hefur áhrif einkum við sjálf."" Niðurstöður 2010.

Lagðar fram niðurstöður úr skýrslu um framboð á næringu og hreyfingu í leik- og grunnksólum Kópavogsbæjar. Í skýrslunni, sem er unnin í tenglsum verkefnið eru settar fram helstu niðurstöður frá árunum 2005, 2007 og 2009.  Unnin var metnaðarfull rannsókn um þessi mál og ráðið vill bóka eftirfarandi: 

Forvarnanefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að mótuð verði stefna bæjarins varðandi framboð á næringu og hreyfingu í stofnunum bæjarins, í leikskólum, grunnskólum, íþróttamannvirkjum og öðrum stofnunum bæjarins.

5.1006121 - Forvarnanefnd 2010.

Undirritaðir fráfarandi fulltrúar í forvarnarnefnd hvetja nýja bæjarstjórn til að tryggja þessum mikilvæga málaflokki áframhaldandi stöðu innan bæjarins.  Sérstök forvarnanefnd starfi áfram á komandi kjörtímabili. 

Formaður nefndar þakkar fulltrúum og starfsfólki nefndarinnar fyrir einstaklega ánægjulegt samstarf og vel unnin störf. Aðrir fulltrúar tóku undir þessi orð.

Fundi slitið - kl. 13:00.