Framkvæmdaráð

13. fundur 21. júlí 2011 kl. 09:00 - 09:00 í fundarherb. 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1105294 - Sumarvinna 2011

Frá garðyrkjustjóra og forstöðumanni vinnuskóla. Minnisblað um hversu margir þáðu sumarstörf.

Lagt fram.

 

Framkvæmdaráð felur garðyrkjustjóra að skoða tilhögun á ráðningu og þjálfun flokkstjóra í vinnuskóla.

2.1104091 - Útboð á rekstri mötuneyta í grunnskólum

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Miðvikudaginn 22. júní 2011 kl. 14:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Framleiðsla á mat fyrir grunnskóla í Kópavogi 2011 - 2012"" samkvæmt útboðsgögnum gerðum af Kópavogsbæ dagsett í maí 2011. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (EES).
Eftirfarandi tilboð bárust (heildarverð):

H og K veitingar ehf. kr. 95.375.300,-
Skólamatur ehf. kr. 102.040.080,-
Sláturfélag suðurl. kr. 58.735.495,- (2 skólar)
Eldhús sælkerans ehf. kr. 107.096.120,-

Lagt er til að leitað verði samninga við Skólamat ehf.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Skólmat ehf.

 

Framkvæmdaráð beinir því til bæjarráðs að taka gjaldskrá á skólamáltíðum fyrir veturinn 2011-2012 til endurskoðunar.

3.1102374 - Holræsahreinsun. Útboð.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Þriðjudaginn 12. júlí 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Hreinsun fráveitukerfis í Kópavogi 2011-2013"" samkvæmt útboðsgögnum gerðum að verkfræðistofunni EFLU ehf. dags í júní 2011. Útboðið var opið og bárust eftirfarandi tilboð:


Kostnaðaráætlun
19.680.000 kr.
Hreinsitækni ehf. 18.833.510 kr.
Hreinsibílar ehf. 19.999.650 kr.

Lagt er til við framkvæmdaráð að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Hreinsitækni ehf.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Hreinsitækni ehf.

4.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Miðvikudaginn 29. júní 2011 kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið ""Sorphirða í Kópavogsbæ 2011-2016"", samkvæmt útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni EFLU ehf. dags í maí 2011. Útboðið var auglýst á evrópska efnahagssvæðinu (ESS ).
Eftirfarandi tilboð bárust:
Íslenska gámafélagið ehf.
559.268.392
Gámaþjónustan hf.
784.334.364
Kostnaðaráætlun
652.068.040

lagt er til að leitað verði samninga við lægst bjóðanda Íslenska Gámafélagið ehf.

Framkvæmdaráð samþykkir að leitað verði samninga við Íslenska Gámafélagið ehf.

5.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Óskað eftir heimild til að bjóða út kaup á endurvinnslutunnum fyrir íbúðarhúsnæði.

Frestað. Bæjarstjóra falið að taka málið upp á vettvangi SSH og ræða möguleika á sameiginlegu útboði.

6.1106097 - Tjaldstæði í Kópavogi

Framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfissviðs að kanna möguleika þess að byggja upp varanleg tjaldstæði í Kópavogi og skila mati á hugsanlegri staðsetninu, kostnaði og umhverfisáhrifum.

Fundi slitið - kl. 09:00.