Framkvæmdaráð

31. fundur 23. maí 2012 kl. 08:15 - 10:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður B. Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1203435 - Framkvæmdir, 2012

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Lagður fram listi yfir framkvæmdir 2012.

Lagt fram og kynnt.

2.1203098 - Tímabundin ráðning innkaupastjóra. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Í febrúar 2012 varð Kópavogsbær aðili að rammasamningi Ríkiskaupa. Ekki hefur verið ráðið í stöðu innkaupastjóra.

Málið er í fresti í bæjarráði frá 8. mars s.l.

3.1205318 - Þrúðsalir 8.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt að úthluta Garðari Sigvaldasyni og Þorbjörgu Kristjánsdóttur lóðina Þrúðsalir 8.

4.1205317 - Austurkór 79. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og óskað er umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

5.1205316 - Austurkór 77. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og óskað er umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs.

6.1205315 - Austurkór 63-75. Lóðarumsókn

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og óskað er umsagnar skrifstofustjóra umhverfissvið.

7.1205262 - Frostaþing 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt er að úthluta Guðjóni Gústafssyni og Dagrúnu Briem lóðinni Frostaþingi 6.

8.1204233 - Hólmaþing 7. Skil á lóð

Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að setja lóðina í almenna sölu til reynslu. Staða málsins verði skoðuð á næsta fundi framkvæmdaráðs.

9.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá Friðrik Baldurssyni. Minnisblað vegna sumarstarfa.

Friðrik Baldursson kynnti málið.  Samþykkt að framlengja starfstíma sumarstarfa úr sex í átta vikur.

10.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Framkvæmdaráð ákveður að velja sex aðila í alútboð í stað fyrir fimm og sviðsstjóra umhverfissviðs falið að senda bréf þess efnis til umsækjenda í forvali.

11.910522 - Örvasalir 14, umsókn um byggingarleyfi.

Skrifstofustjóra umhverfissviðs falið að setja lóðina í almenna sölu til reynslu. Staða málsins verði skoðuð á næsta fundi framkvæmdaráðs.

12.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Sviðsstjóra umhverfissvið falið að kaupa íbúðir í félagslega kerfið sem rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sviðsstjóri gerir framkvæmdaráði grein fyrir málunum.

Önnur mál:

Fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingarinnar um stöðu byggingu norðurturns við Smáralind. Formaður framkvæmdaráðs svaraði fyrirspurninni.

Fundi slitið - kl. 10:00.