Framkvæmdaráð

53. fundur 26. júní 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson varafulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Guðmundur Gunnarsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari umhverfissviði
Dagskrá

1.1306543 - Þrúðsalir 15, umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Þrúðsali 15 frá Jónasi Kr. Árnasyni kt. 080272-5299 og Katrínu Elfu Ársælsdóttur kt. 111275-5729. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Þrúðsalir 15.

2.1306594 - Markavegur 4, umsókn um hesthúsalóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Borist hefur umsókn um lóðina Markavegur 4 frá Kristni Valdimarssyni kt. 191252-5279. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Markavegur 4.

3.1306583 - Fjárhagsáætlun 2013 stofnkostnaðaryfirlit

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Sviðsstjóri gerði grein fyrir stofnkostnaðaryfirliti vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013. Um er um að ræða tilfærslur á milli gjaldaliða í fjárhagsáætlun 2013, að öðru leiti en því að gatnagerð vegna 1. áfanga Vatnsendahlíð er nú tilgreind.

Framkvæmdaráð samþykkir stofnkostnaðaryfirlitið, ásamt kostnaði vegna lagfæringa á Fífuhvammsvegi frá hringtorgi að undirgöngum undir Fífuhvammsveg, vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1304098 - Ásbraut, endurgerð götu.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Ásbraut Kópavogi - endurgerð 2013 gata og veitur," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni Eflu, Gagnaveitu Reykjavíkjur og Orkuveitu Reykjavíkur dags. í maí 2013. Útboðið var opið og bárust 4 tilboð.

Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga um verkið við lægstbjóðanda Steingarð ehf og Faxaverk ehf. um verkið "Ásbraut Kópavogi - endurgerð 2013 gata og veitur," sbr. samþykkt stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

5.1305042 - Dalvegur endurbætur, gatnagerð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Breikkun á Dalvegi og gerð hringtorgs - 1. áfangi," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistofunni VBV ehf. dags. júní 2013. Útboðið var opið og bárust 8 tilboð.

Framkvæmdaráð heimilar að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. um verkið "Breikkun á Dalvegi og gerð hringtorgs -  1. áfangi," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

6.1305522 - Hressingarhælið, framkvæmdir

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Föstudaginn 21. júní sl. voru opnuð tilboð í verkið "Hringshús, viðgerðir utanhúss," skv. útboðsgögnum gerðum af verkfræðistfounni Eflu hf. Útboðið var lokað, 6 verktökum var gefinn kostur á að bjóða í verkið og bárust tilboð frá 5 aðilum.

Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Deka ehf. um verkið "Hringshús, viðgerðir utanhúss," sbr. stofnkostnaðaryfirlit vegna fjárhagsáætlunar 2013, dags. 24. júní 2013.

Vísað til afgreiðslu bæjarráðs. 

7.1305565 - Ferskur fiskur rammasamningsútboð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Miðvikudaginn 19. júní sl. voru opnuð tilboð í kaup á ferskum fiski fyrir mennta- og velferðarsvið Kópavogs, skv. útboðsgögnum gerðum af umhverfissviði Kópavogs, dags. í maí 2013. Framkvæmdaráð samþykkir að hafna tilboðum í kaup á ferskum fiski fyrir mennta- og velferðarsvið og innkaupafulltrúa í samráði við mennta- og velferðarsvið er falið að gera reglulegar verðkannanir á fiskvörum og birta á innri vef Kópavogsbæjar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

8.1306721 - Waldorfskólinn, viðhald fasteigna

Frá deildarstjóra eignadeildar

Í minnisblaði deildarstjóra eignadeildar dags. 24. júní sl. er gerð grein fyrir nauðsynlegum endurbótum skólahúsnæðis Waldorfskólans í Lækjarbotnum, sem þurfa að koma til framkvæmda á þessu ári og næstu árum. Í minnisblaðinu kemur fram að á þessu ári er gert ráð fyrir að endurnýja útveggi og glugga í 1. áfanga endurbóta og er kostnaður áætlaður um kr. 5.000.000.- sbr. lið 31. í fjárhagsáætlun 2013.

 

Bókun Ómars Stefánssonar og Gunnars I. Birgissonar: "Bendum á að mengun á þessu svæði í Lækjarbotnum frá Hellisheiðarvirkjun Orkuveitunnar, fer yfir viðmiðunarmörk, sem er óásættanlegt. Því er full ástæða til að krefjast þess að Orkuveitan bæti úr strax."

 

9.1306712 - Strætóbiðskýli

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Í minnisblaði deildarstjóra framkvæmdadeildar dags. 24. júní sl. er gerð grein fyrir þörf á að setja upp ný biðskýli við biðstöðvar Strætó. Um er að ræða endurnýjun eldri skýla og uppsetningu nýrra. Í minnisblaðinu kemur m.a. fram að þjónustuaðili biðskýla, sem þegar eru til staðar á fjölförnum stöðum, hyggst ekki fjölga skýlunum. Með minnisblaðinu fylgir mynd af biðskýlum, sem fyrirhugað er að setja upp við biðstöðvar Strætó í Kópavogi og þannig auka þjónustu og bæta aðstöðu farþega Strætó.

 

Bókun Péturs Ólafssonar: "Ég fagna fjölgun Strætóskýla, en minni á aðstöðuleysi notenda Strætó á brúnni Digranesvegi og á tillögur mínar um úrbætur, sbr. fundargerðir bæjarráðs."

 

Bókun Gunnars I. Birgissonar og Ómar Stefánssonar: "Vísum á bug fullyrðingum um aðstöðuleysi."

10.1306737 - Smáraskóli, lausar kennslustofur

Frá deildarstjóra eignadeildar

Í minnisblaði deildarstjóra eignadeildar dags. 25. júní sl. er lagt til að heimilað verði að selja tvær lausar kennslustofur, sem eru á lóðinni við Smáraskóla. Líklegt er að kennslustofurnar séu um 45 ára gamlar. Þær eru af óhentugri stærð og þarfnast mikils viðhalds.

Framkvæmdaráð samþykkir að tvær lausar kennslustofur við Smáraskóla verði auglýstar til sölu og niðurstaða verði kynnt framkvæmdaráði. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.