Framkvæmdaráð

16. fundur 21. september 2011 kl. 10:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1109220 - Reiðleiðir og gönguleiðir milli vatns og vegar.

Minnisblað frá sviðsstjóra umhverfissviðs.

Frestað.

2.1109221 - Lóðir fyrir grófa atvinnustarfsemi og geymslusvæði.

Erindi frá Kvörnum ehf.

Framkvæmdaráð hafnar erindinu þar sem engin svæði eru til staðar í Kópavogi sem henta fyrir starfsemi af þessu tagi.

3.1109222 - Beiðnir um skipulagsbreytingar.

Erindi frá Mótanda ehf.

Framkvæmdaráð getur ekki orðið við erindinu, enda fer um lóðagjöld samkvæmt samþykktri gjaldskrá. Lóðin Austurkór 7-13 verður auglýst innan skamms.

 

 

4.1108350 - Framkvæmdir 2011, yfirlit

Frá garðyrkjustjóra.

Lagt fram.

 

Sviðsstjóra falið að leggja fram lista yfir magn viðskipta, tilboð og samninga við hvern verktaka.

 

 

5.1101916 - Vinnuskóli 2011

Yfirlit frá garðyrkjustjóra.

Lagt fram.

 

Garðyrkjustjóri og forstöðumaður vinnuskóla mæti á næsta fund framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 10:15.