Framkvæmdaráð

1. fundur 22. október 2010 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1007198 - Endurskoðun á fjárhagsáætlun 2010.

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisvið gerði grein fyrir stöðu stofnkostnaðar.

2.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011-Stofnkostnaður

Sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að leggja fram tillögu um stofnkostnað 2011 fyrir næsta fund ráðsins.

3.1011217 - Yfirlit yfir fasteignir bæjarins

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs leggur fram lista yfir fasteignir bæjarins, leigusamninga og nýtingu húsnæðis.

Lagt fram.

4.907059 - Lundur 1-3. Lóðaleigusamningur

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs gerir grein fyrir stöðu samnings um Lund.

Sviðstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að ræða við samningsaðila.

5.1011216 - Kórinn. Afnot af rými sem ekki er í notkun.

Sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að  kanna áhuga á notkun rýmisins með auglýsingu.

6.1009114 - Boðaþing. Þjónustumiðstöð / félagsstarf aldraðra

Afnot af rými sem ekki er í notkun.

Sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs falið að undirbúa tillögu að auglýsingu til að kanna áhuga á notkun rýmisins.

7.1009272 - Frístundavagn.

Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs leggur fram gögn varðandi frístundavagn til umræðu á næsta fundi.

Fundi slitið.