Framkvæmdaráð

37. fundur 05. september 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þuríður B. Sigurjónsdóttir, hdl. skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs
Dagskrá

1.1203269 - Leikskóli Rjúpnahæð. Forval.

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs.

Tillaga matsnefndar sem er skipuð þremur fulltrúum úr leikskólanefnd, leikskólafulltrúum og sviðsstjóra umhverfissviðs er að gengið verði til samninga við Eykt sem hafi verið með lægsta verðið.  Tillagan er samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðríður Arnardóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð situr hjá þar sem ekki er nægjanlega ljóst hvort tilboð Sérverks eða Eyktar sé raunverulegra lægra. Matsnefnd fór einungis yfir hönnun og teikningar og mat báða þessa aðila jafn hátt. Undirrituð hefði talið eðlilegt að endurskoða matið m.t.t. þessara tveggja aðila þar sem Sérverk er með lægra fermetraverð og stærri byggingu.

Gunnar I. Birgisson bókar: Hér hefur verið farið í einu og öllu samkvæmt reglum sem gilda um alútboð. Greinilegt er að Guðríður hefur ekki kynnt sér þær reglur.

Guðríður Arnardóttir bókar: Ég hef kynnt mér þær mjög vel.

Gunnar I. Birgisson bókar: Greinilega ekki.

2.1207450 - Heimild til útboðs. Endurgerð göngu- og hjólreiðastíga meðfram Hafnarfjarðarvegi frá Hamraborg að Kó

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs.

Útboð verður opnað í dag. Framkvæmdaráð leggur til að málinu verði vísað til bæjarráðs.

3.1208683 - Austurkór 3. Húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk

Frá verkefnastjóra umhverfissviðs.

Frestað.

4.1209006 - Kópavogsbarð 6-8. Beiðni um heimild til veðsetningar lóðar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um heimild til veðsetningu lóða.

Á grundvelli umsagnar skrifstofustjóra umhverfissviðs leggur framkvæmdaráð til við bæjarráð að veðsetning lóðanna verði heimiluð.

5.1209009 - Hólmaþing 7. Kauptilboð. Almenn sala.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs og fjármála- og hagsýslustjóra. Umsögn um kauptilboð.

Hlé var gert á fundi kl. 8.45 undir þessum lið.

Fundur hófst aftur kl. 8.50.

 

Frestað. Í samræmi við bókun bæjarráðs frá 23. ágúst sl. skal vekja athygli á lóðinni á heimasíðu bæjarins.

6.1209010 - Austurkór 96. Afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Tillaga um afturköllun lóðarúthlutunar.

Samþykkt.  

7.1209012 - Austurkór 133-141. Beiðni um framsal lóðarréttinda.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um framsal lóðaréttinda.

Á grundvelli fyrirliggjandi umsagnar skrifstofustjóra umhverfissvið leggur framkvæmdaráð til að lóðarhöfum, Lindar ehf. og Raftækjasölunni ehf. verði heimilað að framselja lóðarréttindi Austurkór 133-141 til Kórinn byggingafélag ehf. Samþykkt með tveimur atkvæðum. Guðríður Arnardóttir sat hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð hefur ekki fengið viðeigandi skýringar hvers vegna ætti að vera réttlætanlegt að heimila framsal á lóðinni.

8.1208777 - Þorrasalir 17. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt.

9.1208776 - Austurkór 2. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um lóðarumsókn.

Samþykkt.

10.1208671 - Sundlaugarvélmenni til þrifa

Frá deildarstjóra íþróttadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir heimild til kaupa á ryksuguvélmenni fyrir sundlaug Kópavogs.

11.1010296 - Sorpmál í Kópavogi

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar fyrir næsta fund framkvæmdaráðs.

12.701126 - Vallakór 12 - 14, knatthús. Stofnframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Tilboð í verkið bárust frá Bjössa ehf.,  kr. 5.722.000.- G.A.P. sf, kr. 5.948.250., Jarðbrú ehf., kr. 5.962.000.- og Borgargarðar ehf., kr. 6.520.500.-

Framkvæmdaráð samþykkir að taka lægsta tilboði, Bjössa ehf. í yfirborðsfrágang á plani fyrir framan Íþróttahúsið Kórinn.

13.1208812 - Snjómokstur

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir með tveimur atkvæðum að bjóða út í opnu útboði snjómokstur og hálkueyðingu á stofn-, tengi- og safngötum í Kópavogi, austan Reykjanesbrautar til þriggja ára og vestan Reykjanesbrautar til reynslu í eitt ár. Guðríður Arnardóttir greiðir atkvæði á móti.

Hjálmar Hjálmarsson bókar. Mér hefði fundist eðlilegt í því atvinnuástandi sem nú ríkir að ráða starfsmenn frekar en að bjóða verkið út.

Guðríður Arnardóttir bókar: Undirrituð telur algerlega óljóst hvort útboð af þessu tagi spari bænum fjármuni.

 

14.1209014 - Markavegur gatnagerð

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir tillögu deildarstjóra framkvæmdadeildar um framkvæmdir við Markarveg á árinu 2012.

15.701125 - Rjúpnahæð Gatna- og holræsagerð og veitur. Stofnframkvæmd

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir að aðalstígur í Rjúpnahæð verði lagður slitlagi.

16.1209015 - Kostnaðaráætlun. Stígur. Selhryggur - Austurkór.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Samþykkt að leggja slitlag og leggja lýsingu.

17.1209017 - Reykjanesbraut. Hjólreiðastígur.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir að boðin verði í opnu útboði gerð hjólreiðastígs frá Hlíðardalsvegi neðan við Múlalind meðfram Reykjanesbraut að mörkum Reykjavíkur.

18.1209016 - Digranesskóli. Færanleg kennslustofa.

Frá deildastjóra eignadeildar.

Framkvæmdaráð samþykkir heimild til að auglýsa eftir tilboðum í að selja og fjarlægja gamla færanlega kennslustofu á lóðinni Álfhólsvegi 102.

19.1103090 - Félagslegar leiguíbúðir. Innkaup.

Frá deildastjór eignadeildar.

Endanlegt verð á íbúð í Fannborg 3. Lagt fram til kynningar.

Yfirlit yfir tilboð í kaup á félagslegum íbúðum lagt fram til kynningar.

Guðríður Arnardóttir vék af fundi kl. 9.30.

Fundi slitið - kl. 10:15.