Framkvæmdaráð

46. fundur 27. febrúar 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon
  • Hjálmar Hjálmarsson
  • Ármann Kristinn Ólafsson
Fundargerð ritaði: Þuríður Björk Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1301087 - Samþykkt um gatnagerðargjöld 2013.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Drög að nýrri samþykkt um gatnagerðargjald í Kópavogi er lögð fram til kynningar. Frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs.

2.1302242 - Aflakór 6. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Aflakór 6 frá Ögurhvarfi ehf., kt. 640505-0440. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Ögurhvarfi ehf. verði úthlutað lóðinni Aflakór 6.

3.1301342 - Akrakór 2-4. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Akrakór 2-4 frá Múr og Meistarinn ehf., kt. 490911-2350 og B. Árnasyni ehf., kt. 500902-2640. Lagt er til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Akrakór 2-4.

4.1302637 - Fróðaþing 14. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Fróðaþing 14 frá Ottó Garðari Eiríkssyni, kt. 060967-3699 og Hugrúnu B. Haraldsdóttur, kt. 280269-3609. Tilskilin gögn bárust ekki í tæka tíð fyrir fund framkvæmdaráðs. Málinu er frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs.

5.1302711 - Austurkór 145. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 145 frá Lindar ehf., kt. 550206-1100. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Lindar ehf. verði úthlutað lóðinni Austurkór 145.

6.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hafa tvær umsóknir um lóðina Kópavogsbrún 2-4 sem metnar eru fullnægjandi, frá Mótanda ehf., kt. 701101-3820 og Sætrar ehf., kt. 620305-1620 í samræmi við 13. gr úthlutunarreglna samþykktum í bæjarstjórn 11. október 2011 er dregið um hverjum verður gefinn kostur á lóðinni. Fulltrúi sýslumanns er mættur til að draga á milli umsækjanda.  Umsókn Sætrar ehf. var dreginn sbr. gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Sætrar ehf. verði úthlutað lóðinni Kópavogsbrún 2-4.

 

7.1302727 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hefur umsókn um lóðina Kópavogsbrún 2-4 frá Dalshólar ehf., kt. 540306-0360 og Hörðuból ehf., kt. 611099-2319. Umsókninni er hafnað vegna ófullnægjandi gagna.

8.1212127 - Vesturvör 40 og 42-48. Samningar um úthlutun lóða og viðlegukants við Vesturvör.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs.

Staða málsins kynnt. Frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs.

9.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri kynnti starfsáætlun Vinnuskóla Kópavogs 2013.  Framkvæmdaráð samþykkir tillögu að starfsáætlun Vinnuskólans 2013.

10.1302298 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri.

 Framkvæmdaráð samþykkir tillögu um sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2013, 18 ára og eldri. Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt. Guðríður Arnardóttir sat hjá.

11.1301594 - Yfirborðsmerkingar gatna, útboð

Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl.11.00 voru opnuð tilboð í verkið "yfirborðsmerkingar í Kópavogi 2013-2014". Tilboð kynnt og málinu frestað til næsta fundar framkvæmdaráðs.

12.1302719 - Verkefni 2013 á útivistarsvæðum.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Garðyrkjustjóri kynnti framlagt yfirlit yfir ýmsar framkvæmdir á útivistarsvæðum 2013 og tillögu að ráðstöfun fjárveitingar á gjaldalið 11.331. Framkvæmdaráð samþykkir framlagt yfirlit.

 

Ómar Stefánsson óskar bókað: Að við skógrækt í Lækjarbotnum verði ekki gróðursett í berjalingi. 

13.1302707 - Söfnunargámar skilagjaldskyldra drykkjarumbúða.

Kynnt er erindi Grænna skáta um söfnunargáma fyrir einnota skilagjaldsskyldar drykkjarumbúðir á grenndarstöðvum.  Vísað til umhverfis- og samgöngunefndar.

14.1301563 - Sala fasteigna. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Tillaga Guðríðar Arnardóttir er felld með tveimur atkvæðum.

15.1302741 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs

Borist hafa tvær umsóknir um lóðina Kópavogsbrún 2-4 sem metnar eru fullnægjandi, frá Mótanda ehf., kt. 701101-3820 og Sætrar ehf., kt. 620305-1620 í samræmi við 13. gr úthlutunarreglna samþykktum í bæjarstjórn 11. október 2011 er dregið um hverjum verður gefinn kostur á lóðinni. Fulltrúi sýslumanns er mættur til að draga á milli umsækjanda.  Umsókn Sætrar ehf. var dreginn sbr. gerðarbók sýslumannsins í Kópavogi. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að Sætrar ehf. verði úthlutað lóðinni Kópavogsbrún 2-4.

Fundi slitið - kl. 10:15.