Framkvæmdaráð

58. fundur 27. nóvember 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson áheyrnarfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Stefán Loftur Stefánsson embættismaður
  • Guðmundur Gunnarsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Guðmundur Gunnarsson ritari Umhverfissviði
Dagskrá

1.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Þriðjudaginn 26. nóvember 2013 voru opnuð tilboð í verkið "Þing VII, 1. áfangi. - Vallaþing og Leiðarendi." Skv. útboðsgögnum Umhverfissviðs Kópavogs dags. nóvember 2013. Útboðið var opið og bárust 8 tilboð í verkið auk frávikstilboðs. Deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir opnunarfundi tilboðanna. Þar sem yfirferð tilboða er ekki lokið, samþykkir framkvæmdaráð að vísa afgreiðslu málsins til bæjarráðs.

2.1302299 - Vinnuskóli Kópavogs 2013

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar.

Lagðar fram upplýsingar forstöðumanns vinnuskóla dags. 4. nóvember 2013, um fjölda unglinga eftir starfstímabilum 2013. Garðyrkjustjóri gerði grein fyrir greinargerðinni.  

3.1311079 - Dalsmári 5, Fífan gervigras endurnýjað, hreingerning

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar

Föstudaginn 15. nóvember 2013 voru opnuð tilboð hreingerningu í Fífunni, skv. útboðsgögnum gerðum af framkvæmdadeild Kópavogsbæjar. Lagt er fram yfirlit tilboða. Útboðið var lokað. Deildarstjóri framkvæmdadeildar gerði grein fyrir verkefninu og opnunarfundi tilboðanna. Framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Hreint ehf. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs.

4.1311412 - Reiðskemma Glaðheimum, sala

Frá deildarstjóra eignadeildar

Óskað er heimildar framkvæmdaráðs til að leita tilboða í niðurrif og flutning reiðskemmunnar í Glaðheimum. Skv. skipulagi þarf að fjarlægja reiðskemmuna. Framkvæmdaráð samþykkir að heimila að leitað verði tilboða í niðurrif og brottflutning á reiðskemmu í Glaðheimum.

5.1302719 - Ýmsar framkvæmdir 2013, yfirlit.

Frá deildarstjóra framkvæmdasviðs

Lagt fram yfirlit umhverfissviðs (nr. 27) yfir framkvæmdir á árinu, dags. 25. nóvember 2013. Deildarstjóri framkvæmdasviðs gerði grein fyrir yfirlitinu.

6.1311434 - Þríhnjúkar, tímabundin aðstaða

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs

Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 26. nóvember 2013, vegna umsókn 3H Travel ehf. um "leyfi fyrir móttöku ferðamanna til hellisskoðunar í Þríhnúkagíg." Gert er ráð fyrir lagningu rafstrengs ofanjarðar og gerð göngustígs að svæðinu. Í erindi Heilbrigðiseftirlitsins felst að á fundi heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis þann 25. nóvember sl. var samþykkt "að kynna þessi áform fyrir heilbrigðisnefndum á höfuðborgarsvæðinu og Kópavogsbæ, til að kanna afstöðu þeirra fyrir næsta reglulegan fund nefndarinnar."

Framkvæmdaráð lýsir stuðningi við lagningu rafstrengs ofanjarðar og að gerður verði göngustígur að gígnum til að koma í veg fyrir umhverfisspjöll og vísar málinu til afgreiðslu bæjaráðs.

Bókun fulltrúa Framsóknarflokks: Mitt mat er að starfsleyfi eigi að vera gefið út á Þríhnúka ehf. sem eru núverandi leyfishafar.

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa stuðningi við bókunina.

 

 

 

7.1311480 - Vatnsendahlíð, úthlutun lóða.

Framkvæmdaráð samþykkir með tveimur samhljóða atkvæðum að auglýsa lóðir í Vatnsendahlíð til úthlutunar að undangengnum útdrætti sbr. samning þar um. Fulltrúi Samfylkingar situr hjá.

 

Fundi slitið - kl. 10:15.