Framkvæmdaráð

23. fundur 01. febrúar 2012 kl. 09:00 - 11:00 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Steingrímur Hauksson embættismaður
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.901042 - Landsendi 25. Ósk um rétthafabreytingu.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs. Umsögn um erindi þar sem óskað er eftir aðilaskiptum að lóðarleigusamningi. Lagt er til að erindið verði samþykkt.

Samþykkt.

2.1201357 - Sumarstörf 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga að fyrirkomulagi sumarstarfa 2012.

Almennar vinnureglur samþykktar með þeim breytingum á 4. lið að ráðningartími verði 4-8 vikur og á 5. lið

að 17 ára verði boðin að lágmarki 4 vikna vinna.

 

Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.1201358 - Vinnuskóli 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga að fyrirkomulagi vinnuskóla 2012.

Frestað.

 

Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1201360 - Skólagarðar 2012

Frá garðyrkjustjóra. Tillaga að fyrirkomulagi og gjaldtöku 2012.

Samþykkt.

 

Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1201359 - Garðlönd 2012

Frá garðyrkjustjóra. Tillaga að fyrirkomulagi og gjaldtöku 2012.

Samþykkt með þeirri breytingu að verð fyrir 25 fermetra verði kr. 4.000,- og fyrir 50 fermetra kr. 8.000,-

 

Garðyrkjustjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1101966 - Rammasamningur Ríkiskaupa

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar. Umsögn um erindi Ríkiskaupa varðandi aðild að rammasamningum 2012.

Aðild að rammasamningi samþykkt.

7.1201371 - Útboð vátrygginga sveitarfélagsins

Frá bæjarritara. Óskað eftir heimild til að hefja undirbúning að útboði á tryggingum.

Samþykkt.

8.1201366 - Útboð á húsnæði undir líkamsræktarstöðvar í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Verölum

Frá deildarstjóra íþróttadeildar. Óskað eftir heimild til að bjóða út í almennu útboði húsnæðisaðstöðu fyrir líkamsræktarstöðvar í Sundlaug Kópavogs og Sundlauginni í Versölum.

Samþykkt að vinna útboðsgögn í samræmi við sátt Samkeppniseftirlitsins.

9.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Tilkynning frá Orkuveitu um að slökkt verði á lýsingu á Vatnsendavegi þar sem Vegagerðin hefur hætt að greiða fyrir lýsinguna.

Lýsing á Vatnsendavegi er alfarið á ábyrgð Vegagerðarinnar samkvæmt samkomulagi þar um. Einhliða ákvörðun um að slökkva á lýsingu á Vatnsendavegi er alfarið á hennar ábyrgð. Framkvæmdaráð lýsir furðu sinni á vinnubrögðum Vegagerðarinnar og mótmælir þessari ákvörðun hennar.

Fundi slitið - kl. 11:00.