Framkvæmdaráð

17. fundur 05. október 2011 kl. 10:15 - 11:45 í Fannborg 2, fundarherbergi 3. hæð
Fundargerð ritaði: Sigurjón Ingvason skrifstofustjóri umhverfissviðs
Dagskrá

1.1107139 - Hamraborg 14-36. Athugasemdir vegna eldvarnaskoðunar

Frá deildarstjóra eignadeildar. Kostnaðaráætlun fyrir vatnsúðakerfi.

Frekari vinnslu málsins er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar. Bent er á að Kópavogsbær á aðeins hluta fasteignarinnar. Sviðsstjóra umhverfissviðs er falið að vinna áfram í málinu og ræða við húsfélagið og slökkvilið.

2.1110013 - Lokun á undirgöngum við BYR húsið

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Tillaga um lokun á hluta undirgangna.

Samþykkt svo framarlega sem kostnaður fer ekki fram úr ramma fjárhagsáætlunar.

3.1109219 - Reglur um lóðaúthlutanir

Drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða fyrir íbúðarhúsnæði.

Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

4.1110014 - Girðingar við stofnanir bæjarins.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs. Mat á kostnaði við breytingar á girðingum.

Lagt fram.

5.1102214 - Breytingar á viðhalds- og þjónustusamningum (þéttbýlissamningar) 2011

Bréf Vegagerðar dags. 28. september 2011 varðandi Elliðavatnshvarf.

Ástæða fyrir þjónustu Vegagerðarinnar er sú að vegurinn er tenging við þjóðvegakerfið á með Arnarnesvegur hefur ekki verið lagður. Vegurinn þjónar m.a. íbúum í sveitarfélögum sunnan Kópavogs. Að mati framkvæmdaráðs hafa forsendur fyrir greiðsluþátttöku Vegagerðar í engu breyst og verður að telja eðlilegt að breytingar verði ákveðnar í samráði aðila og óskar eftir viðræðum við Vegagerðina. Einhliða ákvörðun Vegargerðar um að hætta viðhaldi einstakra vega sem hingað til hafa verið á hennar kostnað er ekki ásættanleg. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:45.